fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn

Pressan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 22:00

Marlene Warren og trúðamynd eftir hana sjálfa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1990 var hinn 21 árs gamli Joe Ahrens að njóta þess að hanga með vinum sínum. Það var Memorial day helgi í Bandaríkjunum og Joe var að borða morgunmat og horfa á sjónvarp með nokkrum vinum sínum sem höfðu gist á heimili hans í Wellington í Flórída þegar einhver bankaði að dyrum.

Móðir hans, Marlene Warren, 40 ára, fór til dyra. Þegar hún opnaði hurðina sá hún einstakling sem leit út fyrir að vera sendill klæddur trúðabúningi, hárkollu og trúðaförðun, og hélt hann á blómakörfu og blöðrum.

„Hversu fallegt!“ heyrði Joe móður sína segja. Nokkrum sekúndum síðar dró trúðurinn upp byssu og skaut Warren í munninn á stuttu færi.

Morðið á Marlene Warren er umfjöllunarefni þáttarins Sex. Clowns. Murder í þáttaröðinni  People Magazine Investigates.

Joe hljóp fram í anddyri til móður sinnar, rétt þegar trúðurinn var að snúa sér til að fara.

Á því augnabliki „horfði trúðurinn mér beint í augun og ég fékk að sjá þessi augu,“ rifjar hann upp í þættinu. „Þau voru stór og brún.“

Í þættinum er greint frá því hvernig rannsóknarlögreglumenn Palm Beach-sýslu leituðu að morðingja Warren og handtóku loks karlmann árið 2017 sem var með grunsamlega tengingu við fórnarlambið. Rannsóknarlögreglan yfirheyrði einnig Michael, sem var seinni eiginmaður Marlene, en þau giftu sig árið 1972. Erfiðleikar höfðu verið í hjónabandinu. Aðeins viku fyrir andlát hennar hafði Marlene Joe syni sínum frá því að Michael hefði hætt að sýna henni ást og umhyggju eftir skyndilegt andlát 22 ára sonar hennar John árið 1988. Marlene var óánægð í hjónabandinu og vildi skilnað.

Mæðginin Marlene og Joe

En Michael var með fjarvistarsönnun, hann var að keyra til Miami þegar kona hans var myrt. Hann var aldrei handtekinn eða ákærður í tengslum við morðið á eiginkonu sinni.

Lögreglan beindi því athygli sinni annað til að finna hver myrti tveggja barna móður sem var vinsæl í samfélagi sínu. Morðið á Marlene er enn óleyst 34 árum eftir að hún var myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar