Live Science segir að fjársjóðurinn hafi fundist fjarri þekktum þýskum byggðum á þessum tíma. Sérfræðingar hafa ekki hugmynd um hvenær eða af hverju fjársjóðurinn endaði þarna.
Amatörfornleifafræðingurinn tilkynnti þýskum fornleifayfirvöldum strax um fundinn. Fornleifafræðingar mættu á svæðið og grófu upp 2.940 myntir og rúmlega 200 þunn silfurbrot sem eru skreytt með rúmfræðimyndum.
Timo Lang, yfirmaður fornleifastofnunarinnar í Rhineland-Palatinate, stýrði uppgreftrinum og sagði hann í samtali við Live Science að megnið af myntinni séu svokallaðar Antoniniani en það var hin opinbera silfurmynt í rómverska heimsveldinu á þriðju öld eftir Krist. Þessi mynt var þó að mestu úr bronsi en var húðuð með þunnu silfurlagi.
Fjársjóðurinn fannst nærri bænum Herschback á Westerwaldfjallasvæðinu.