Hann var handtekinn eftir að hann varð árásargjarn og dró upp hníf á samkomu í Stonham Aspal í Suffolk á Englandi í október á síðasta ári. Hann var klæddur í hermannafatnað merktum Wagnerhópnum.
Metro segir að samkvæmt framburði vitna þá hafi Kucharski, sem er pólskur að uppruna en býr í Bretlandi, sagst hafa barist með Wagnerhópnum í Úkraínu. Hann hélt þessu einnig fram í færslum á Facebook og í einkaskilaboðum á samfélagsmiðlum.
Eins og fyrr sagði var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og því til viðbótar í eins árs skilorðsbundið fangelsi.
Í yfirheyrslum hjá lögreglunni sagðist hann hafa keypt Wagnermerkin og sett á fötin sín til að „vekja viðbrögð“ hjá fólki á samkomunni vegna mismunandi skoðana þeirra og hans á innrás Rússa í Úkraínu. Við leit heima hjá honum fann lögreglan mynd af Adolf Hitler, eintak af bók Hitlers, Mein Kampf, og aðra muni tengda fasistum.
Hann birti myndir á samfélagsmiðlum af mönnum í hermannabúningum og með vopn og skrifaði að hann væri erlendis að berjast.