fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Pressan

Tucker Carlson segir að „djöfull“ hafi ráðist á hann og veitt honum áverka

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 07:00

Tucker Carlson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tucker Carlson, fyrrum þáttastjórnandi hjá CNN og Fox News, segist hafa „orðið fyrir líkamsárás“ af hálfu óþekktrar veru þar sem hann svaf í rúmi sínu. Segir hann að veran hafi veitt honum áverka „klórför“ og hafi blætt úr honum á eftir.

Þetta segir Carlson í óútkominni heimildarmynd sem heitir Christianities? Í stiklu úr myndinni, sem hefur verið birt á YouTube, er Carlson spurður hvort hann trúi „að tilvist hins illa hafi þau áhrif á fólk að það efist um hið góða?“.

„Það er það sem kom fyrir mig. Ég komst í beina snertingu við það,“ segir Carlson.

Hann er þá spurður hvort hann sé að meina fréttamennsku: „Nei, í rúminu mínu að næturlagi. Það var ráðist á mig þar sem ég svaf við hlið konunnar minnar og hundanna. Mér voru veittir áverkar, líkamlegir áverkar,“ svarar Carlson.

Hann segist enn vera með ör eftir árásina og að árásarmaðurinn hafi verið „djöfull“ eða „eitthvað óþekkt sem skildi eftir sig klórför á honum“. Hann segir að konan hans og hundarnir hafi ekki vaknað við þetta og sofi þau þó létt. „Ég var algjörlega ringlaður þegar ég vaknaði og náði ekki andanum og hélt að ég væri að kafna,“ segir hann.

Hann segir síðan að hann hafi verið með áverka eftir fjórar klær undir báðum handarkrikunum og á vinstri öxlinni og það hafi blætt úr þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Í gær

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður
Pressan
Í gær

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíll stangaði ferðamann til bana

Fíll stangaði ferðamann til bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki