Þetta segir Carlson í óútkominni heimildarmynd sem heitir Christianities? Í stiklu úr myndinni, sem hefur verið birt á YouTube, er Carlson spurður hvort hann trúi „að tilvist hins illa hafi þau áhrif á fólk að það efist um hið góða?“.
„Það er það sem kom fyrir mig. Ég komst í beina snertingu við það,“ segir Carlson.
Hann er þá spurður hvort hann sé að meina fréttamennsku: „Nei, í rúminu mínu að næturlagi. Það var ráðist á mig þar sem ég svaf við hlið konunnar minnar og hundanna. Mér voru veittir áverkar, líkamlegir áverkar,“ svarar Carlson.
Hann segist enn vera með ör eftir árásina og að árásarmaðurinn hafi verið „djöfull“ eða „eitthvað óþekkt sem skildi eftir sig klórför á honum“. Hann segir að konan hans og hundarnir hafi ekki vaknað við þetta og sofi þau þó létt. „Ég var algjörlega ringlaður þegar ég vaknaði og náði ekki andanum og hélt að ég væri að kafna,“ segir hann.
Hann segir síðan að hann hafi verið með áverka eftir fjórar klær undir báðum handarkrikunum og á vinstri öxlinni og það hafi blætt úr þeim.