Meðal bílanna eru Range Rover, Porche, Mercedes, BMW og Lamborhini. Heildarverðmæti þeirra er sem svarar til um 1,2 milljarða íslenskra króna.
Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá hafi bílarnir verið teknir á kaupleigu hjá bílasölum víða um Bretland á árunum 2016 til 2017. En „leigutakarnir“ höfðu ekki í hyggju að greiða mikið fyrir bílana því þeir fluttu þá til Taílands.
Eftir átta ára rannsókn tókst lögreglunni með aðstoð taílenskra yfirvalda að hafa uppi á bílunum í Bangkok. Nokkrir voru handteknir í Taílandi í tengslum við málið.
Bílarnir eru nú í vöruskemmu í Southampton og bíða þess að verða afhentir bílasölunum sem misstu þá fyrir mörgum árum.
Þrettán manns hafa verið ákærð fyrir aðild að þjófnuðunum.