fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Skiluðu tugum stolinna lúxusbíla til Bretlands

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 04:30

Bílarnir umræddu. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru 35 lúxusbílar sendir frá Taílandi til Bretlands. Þar með lauk átta ára rannsókn lögreglunnar. Bílunum var stolið og þeir fluttir til Taílands.

Meðal bílanna eru Range Rover, Porche, Mercedes, BMW og Lamborhini. Heildarverðmæti þeirra er sem svarar til um 1,2 milljarða íslenskra króna.

Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá hafi bílarnir verið teknir á kaupleigu hjá bílasölum víða um Bretland á árunum 2016 til 2017. En „leigutakarnir“ höfðu ekki í hyggju að greiða mikið fyrir bílana því þeir fluttu þá til Taílands.

Eftir átta ára rannsókn tókst lögreglunni með aðstoð taílenskra yfirvalda að hafa uppi á bílunum í Bangkok. Nokkrir voru handteknir í Taílandi í tengslum við málið.

Bílarnir eru nú í vöruskemmu í Southampton og bíða þess að verða afhentir bílasölunum sem misstu þá fyrir mörgum árum.

Þrettán manns hafa verið ákærð fyrir aðild að þjófnuðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi