fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

YouTube-stjarna látin eftir götukappakstur – Birti óhugnanlegt myndband skömmu fyrir slysið

Pressan
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Andre Beadle er látinn, 25 ára að aldri, eftir að hafa misst stjórn á BMW-ökutæki sínu í New York í fyrrinótt.

New York Post segir frá því að slysið hafi orðið þegar Beadle var í götukappakstri. Er hann sagður hafa misst stjórn á bílnum, 2023 árgerðinni af BMW M240, og endað á ljósastaur.

Slysið varð á Nassau-hraðbrautinni skammt frá JFK-alþjóðaflugvellinum og var Beadle úrskurðaður látinn á staðnum eftir að hafa kastast út úr bifreiðinni.

Beadle, sem gekk undir nafninu 1Stockf30 á samfélagsmiðlum, var með yfir 230 þúsund fylgjendur á Instagram og tæplega 60 þúsund á YouTube.

Aðeins tvær vikur eru síðan hann birti óhugnanlegt myndband af sér undir stýri þar sem hann sýndi kraftinn í bifreiðinni. Á einum tímapunkti mátti sjá hann aka á tæplega 260 kílómetra hraða innan um aðra umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólasnjórinn kominn til Tenerife

Jólasnjórinn kominn til Tenerife