fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Þetta eru mistökin sem margir gera þegar þeir fara í sturtu

Pressan
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 04:30

Skyldi hún gera þessi mistök?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að fara í sturtu er dagleg rútína hjá mörgum. Sumir byrja daginn með að fara í sturtu en aðrir kjósa að skola sig að kvöldi til.

En óháð því hvenær þú ferð í sturtu, þá eru miklar líkur á að þú gerir ákveðin mistök. Margir gera nefnilega fimm mistök sem eru slæm fyrir húð og hár að sögn franska miðilsins So Busy Girls.

Fyrstu mistökin eru að fara í of heita sturtu. Það getur verið freistandi á köldum vetrardegi að fara í sturtu þar sem vatnið er við að sjóða. Þessu fylgir góð tilfinning fyrir sálina en þetta er ekki gott fyrir húðina. Mjög heitt vatn þurrkar húðina og gerir hana viðkvæmari og það getur aukið hættuna á að fá exem og bletti.

Að nota of mikið af sjampói og kroppasápu er heldur ekki gott. Það virðist kannski sem maður ilmi betur ef mikið er notað af sjampói og sápu en það er hægt að nota of mikið. Sjampó og sápur innihalda oft efni sem geta til lengri tíma haft slæm áhrif á húðina og hársvörðinn. Það er því rétt að reyna að sleppa því að þvo hárið daglega til að minnka líkurnar á ofnæmisviðbrögðum. Mundu líka að gæta vel að hvaða vörur þú notar til að þvo andlitið.

Ekki vera of lengi í sturtu. Þótt það sé oft gott að standa lengi undir rennandi vatni, þá geta langar sturtuferðir auðvitað haft áhrif á hitareikninginn. Það er því ekki galið að reyna að stytta sturtuferðirnar og skrúfa fyrir á meðan sjampó er sett í hárið og kroppasápa á líkamann. Það sparar peninga en er einnig betra fyrir umhverfið og svo er það betra fyrir húðina því hún er ekki eins lengi í heitu vatni.

Ekki þurrka þér með skítugu handklæði. Baðherbergið er það rými heimilisins þar sem mestur raki er. Það gerir að verkum að það er erfitt fyrir handklæði að þorna alveg. Það getur haft í för með sér að bakteríur ná sér á strik og að handklæðin fari fljótt að lykta illa. Handklæði á að fara í þvott þegar búið er að nota það þrisvar til fjórum sinnum.

Að nota baðsvamp úr næloni er eitthvað sem margir gera en ekki á að nota hann lengur en í þrjár vikur því bakteríur dafna vel í þeim. Best er að sleppa því alveg að nota slíka svampa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu
Pressan
Í gær

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“