Tveir lögreglumenn klæddu sig eins og ofurhetjurnar Deadpool og Wolverine og létu síðan til skara skríða gegn meðlimum eiturlyfjahringsins á fimmtudaginn.
Aðgerðin fór fram í Rimac-hverfinu. Þar réðust lögreglumennirnir (ofurhetjurnar) inn í íbúð og lögðu hald á fíkniefni.
Carlos Lopez, yfirlögregluþjónn, sagði að lögreglumennirnir hafi nýtt sér hrekkjavökuna og ofurhetjubúninga til að blekkja fíkniefnasalana.
Hann sagði einnig að lögreglumenn í Lima hafi fyrir venju að klæðast búningum á hrekkjavökunni og gefa börnum sælgæti en nú hafi þeir einnig ákveðið að nota búningana til að blekkja fíkniefnasalana.
Fjórir voru handteknir í aðgerðinni en þeir voru á fullu við framleiða og pakka fíkniefnum þegar lögreglumennirnir ruddust inn í íbúðina þeirra.
Hald var lagt á 54 pakka af kókaíni, 850 pakka af kókaíni í neytendaskömmtum og reiðufé.