The Independent skýrir frá þessu og segir að vísindamenn segi þetta vera stóran áfanga og geti hugsanlega gjörbylt meðferð þeirra sem eru með algenga tegund brjóstakrabbameins.
Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu The New England Journal of Medicine“ kemur fram að 161 sjúklingur hafi fengið meðferð með þessum þremur lyfjum. Tvö þeirra hindra krabbamein í að vaxa og nefnast palbociclib. Þriðja lyfið heitir inavolisib. Með lyfjunum er ráðist á prótínið PI3K og útbreiðsla þess og vöxtur stöðvaður.
Í heildina tóku 325 manns frá 28 löndum þátt í rannsókninni. Rúmlega helmingur þeirra var með krabbamein sem hafði breiðst út til þriggja eða fleiri líffæra og rúmlega 80% höfðu áður farið í gegnum lyfjameðferð.
161 sjúklingur fékk lyfið og hormónameðferðina fulvestrant en 164 fengu lyfleysu og palbociclib og fulvestrant.
Niðurstaðan var að meðferðin með lyfjunum þremur tafði útbreiðslu krabbameinsins um 15 mánuði að meðaltali en hjá þeim sem fengu lyfleysuna tafðist útbreiðslan um 7,3 mánuði að meðaltali.
Eftir 18 mánuði sýndu 46,2% þeirra, sem fengu lyfin þrjú, engin merki þess að krabbameinið hefði breiðst út en hjá hinum hópnum var hlutfallið 21,1%.