fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Skelfileg þróun – Mörg hundruð þúsund Sýrlendinga snúa heim til ógnarstjórnarinnar sem þeir flúðu fyrir mörgum árum

Pressan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 07:00

Frá Sýrlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árásir Ísraelsmann á Líbanon hafa haft miklar afleiðingar fyrir mörg hundruð þúsund Sýrlendinga sem hafa haldið til þar. Þeir upplifa nú nýja flóttamannamartröð.

Þetta er fólk sem neyddist til að yfirgefa landið sitt og allt sem það átti til að komast í öruggt skjól í öðru landi. Þar hefur það búið árum saman sem flóttamenn og glímt við fátækt og slæm lífskjör.

En þegar Ísraelsmenn hófu árásir á hryðjuverkasamtökin Hizbollah í Líbanon  kom sama staða upp á nýjan leik, dvalarlandið er vettvangur stríðs og banvænna árása. Svo slæmt er ástandið að sýrlenska flóttafólkið sér sig knúið til að fara aftur heim, til ógnarstjórnarinnar sem það flúði frá.

Þetta hljómar skelfilega en þetta er staðan hjá mörg hundruð þúsund Sýrlendingum sem leituðu skjóls í Líbanon.

Um 460.000 manns hafa flúið til Sýrlands síðan í september. Um 330.000 af þessum fjölda eru Sýrlendingar að því að fram kemur í tölum frá Sameinuðu þjóðunum.

„Við eigum sjö börn og vildum ekki fara aftur til Sýrlands en við gátum ekki farið neitt annað því við fáum hvergi inni í Líbanon,“ sagði Suleiman Farid í samtali við The Guardian.

Eiginkona hans, Haifaa Salal, sagði að staðan á landamærunum sé „skelfileg“ vegna hótana og óttans við að níðst verði á flóttafólkinu. „Ekkert hræddi mig meira en óttinn við að maðurinn minn yrði handtekinn. Við sáum þrjár konur sem voru neyddar út úr rútum og færðar á brott af hermönnum. Þær komu aldrei aftur,“ sagði hún.

Talið er að 1,5 milljónir Sýrlendinga hafi verið í Líbanon áður en árásir Ísraelsmanna hófust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hlaupið inn í skiptiherbergið, það er svolítið hryllilegt að gerast þar“

„Hlaupið inn í skiptiherbergið, það er svolítið hryllilegt að gerast þar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 17.000 ára vel varðveittar líkamsleifar barns

Fundu 17.000 ára vel varðveittar líkamsleifar barns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankaræninginn vildi láta læsa sig inni en gekk illa að láta handtaka sig – Svo sendi hann dómara óvenjulegt bréf

Bankaræninginn vildi láta læsa sig inni en gekk illa að láta handtaka sig – Svo sendi hann dómara óvenjulegt bréf
Pressan
Fyrir 3 dögum

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar