fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Sjónvarpsmaður barðist við að halda aftur af tárunum þegar hann fór með ræðu um kosningarnar

Pressan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn John Oliver átti erfitt með að halda aftur að tárunum í gær þegar hann hvatti áhorfendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði aftur forseti. Oliver lýsti yfir stuðningi við Kamala Harris os sagði við áhorfendur:

„Kosningar einar og sér duga ekki til að ná fram stórfelldum breytingum, en þær eru nauðsynlegar ef slíkt á að eiga sér stað. Því kjördagur er dagurinn þar sem þú færð að velja hvern þú ætlar að krefja um þessar breytingar næstu fjögur árin og á hvaða grundvelli.“

Tilfinningarnar báru sjónvarpsmanninn næstum ofurliði, en hann er sjálfur innflytjandi frá Bretlandi þó hann hafi fengið bandarískan ríkisborgararétt árið 2019. „Sko ég elska þetta land. Ég er innflytjandi. Ég kaus að koma hingað. Til að vitna í hinn frábæra Lee Greenwood heitinn:  „Ég er stoltur af því að vera Bandaríkjamaður“. Og ég vil meina að það sé ekkert bandarískara en að eiga í góðu og gagnrýnu sambandi við valdhafa, jafnvel þá sem þú kaust yfir þig.“

Oliver telur að með því að hafna Trump núna geti bandaríska þjóðin losna við hann fyrir fullt og allt. „Ég veit að hann myndi setja allt á hliðina áður en hann yfirgefur sviðið, en þegar rykið fellur, þá hefði hann tapað tveimur kosningum í röð og þyrfti næst að standa í kosningabaráttunni 82 ára að aldri. Ég held að hann myndi láta þetta gott heita – og hljómar það ekki vel?“

Sjónvarpsmaðurinn segist fullkomlega meðvitaður um að Trump sé ekki sjálfur stærsta vandamál Bandaríkjanna, heldur einkenni þess. En með því að losna við Trump þá sé kannski hægt að komast að rótum vandans og byrja að greiða úr honum. Hann spurði áhorfendur hvort það hljómi ekki bara vel að búa í heimi þar sem fólki stafi ekki hætta af Trump, í það minnsta vill Oliver búa í slíkum heim: „og ég vona að þið öll gerið það sem í ykkar valdi stendur næstu tvo sólarhringanna til að gera þann heim að raunhæfum möguleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans