Um var að ræða E. coli-sýkingar sem geta verið erfiðar viðureignar eins og fjallað hefur verið um hér á landi síðustu daga.
Alls hafa 27 manns þurft að leggjast inn á spítala vegna sýkingarinnar vestan hafs en talið er að hana megi rekja til lauks sem notaður er á fyrrnefnda Quarter Pounder-hamborgara. Í Mesa-sýslu þar sem Kamberlyn er búsett hafa ellefu veikst og einn látist af völdum matareitrunarinnar.
Í frétt AP kemur fram að Kamberlyn hafi verið í svokallaðri nýrnaskiljunarvél í tíu daga vegna alvarlegrar nýrnabilunar.
Hún borðaði þrisvar á McDonald‘s á tímabilinu 27. september til 8. sktóber en í öll skiptin pantaði hún sér Quarter Pounder með osti, auka gúrkum og lauk. Sagði hún að auðvelt hafi verið að grípa borgarana með sér til að borða á milli þess sem hún horfði á íþróttakappleiki hjá skólaliðinu sínu.
Fljótlega eftir 8. Október fór að bera á veikindum; hita, uppköstum, niðurgangi og sársaukafullum magakrömpum. „Ég komst ekki fram úr rúminu. Ég gat ekki borðað, gat ekki drukkið,“ segir hún.
Móðir hennar segist í fyrstu hafa talið að um svæsna flensu eða magakveisu væri að ræða en þegar Kamberlyn tilkynnti henni að blóð væri í hægðunum og í uppköstunum hafi henni ætt að lítast á blikuna.
Þann 11. Október leitaði hún fyrst til læknis en læknar töldu að hún væri bara með magakveisu. Ekki batnaði henni og þann 17. Október fór hún aftur á bráðamóttökuna og á þeim tímapunkti kom í ljós að nýrun voru byrjuð að gefa sig.
Ljóst er að langt bataferli er fram undan hjá Kamberlyn og segist móðir hennar ekki útiloka að farið verði í mál við McDonald’s vegna málsins.