fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Pressan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 04:12

Andrés prins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl konungur hefur að sögn svipt Andrés bróður sinn fjárframlagi upp á 1 milljón punda, sem svarar til um 180 milljóna króna. Er konungurinn sagður hafa gefið fjármálastjóra sínum fyrirmæli um að hætta að greiða þetta árlega framlag til Andrésar.

Karl er einnig hættur að greiða fyrir öryggisgæslu Andrésar, sem kostar að minnsta kosti eina milljón punda á ári, og fyrir rekstur 30 herbergja húss Andrésar í Windsor.

„Hertoginn er ekki lengur fjárhagsleg byrði á konungnum,“ hefur Daily Mail eftir heimildarmanni.

Andrés var lengi sagður vera „uppáhaldssonur“ Elísabetar II. Hann hætti að vera í framlínu konungsfjölskyldunnar 2019 eftir hörmulegt viðtal í fréttaþættinum Newsnight þar sem rætt var um samband hans við bandaríska barnaníðinginn Jeffrey Epstein.

Þess utan var Andrés sakaður um að hafa misnotað hina 17 ára Virginia Giuffre kynferðislega í Lundúnum árið 2001. Hún var seld mansali af fyrrgreindum Epstein. Andrés gerði sátt við Giuffre fyrir tveimur árum en í sáttinni fólst að hann viðurkenndi að hún væri fórnarlamb misnotkunar en hann játaði ekki sök og hefur raunar alltaf neitað ásökununum frá Giuffre.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar