fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Pressan

Fylgdarkonan í neðanjarðarbyrginu – Þolandi hins sænska Josef Fritzl stígur fram og lýsir martröðinni

Pressan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál læknisins Martin Trenneborg vakti gífurlega athygli í Svíþjóð árið 2015. Hann hefur verið uppnefndur hinn sænski Josef Fritzl eftir að hann rændi fylgdarkonu og hélt henni dögum saman í neðanjarðarbyrgi þar sem hún átti að þykjast vera kærasta hans. Hann ætlaði sér að halda henni árum saman en fór þó á taugum þegar lögregla lýsti eftir konunni í fjölmiðlum. Konan, sem gengur undir dulnefninu Isabel Eriksson, stígur nú fram í heimildaþáttum um málið og segir sögu sína.

Hún lýsir því hvernig læknirinn hafi keypt þjónustu hennar og boðið henni upp á jarðarber. Hún vissi þá ekki að hann hafði sett nauðgunarlyf í berin og rankaði hún næst við sér í hljóðeinangruðu neðanjarðarbyrgi þar sem læknirinn krafðist þess að hún veitti  honum „kærustuþjónustu“ sem fólst meðal annars í því að hún átti að hafa samfarir við hann allt að þrisvar á dag, þrífa fyrir hann og elda.

Hann tilkynnti henni að byrgið væri hannað eins og bankahvelfing og hún ætti sér engrar undankomu auðið. Hann misreiknaði sig þó herfilega þegar hann lét hana gefa sig fram við lögreglu til að stöðva leitina að henni. Hann skutlaði henni á lögreglustöð í Stokkhólmi þar sem hún lofaði að segja lögreglumönnum að hún væri óhullt og engin þörf væri á að lýsa eftir henni. Þess í stað tilkynnti Isabel að hún hafi verið hneppt í kynlífsánauð í neðanjarðarbyrgi sem læknirinn Trenneborg hefði varið 5 árum í að byggja.

Skuggalegur samningur

Isabel er í dag 39 ára og glímir enn við áfallastreitu. Trenneborg var dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir mannrán en sýknaður af ákæru um nauðgun þar sem ekki þóttu nægar sannanir til staðar. Í tölvu Trenneborg fannst samningur sem hann hafði útbúið fyrir brot sín og mátti þar finna skuggalega skilmála. Svo sem að ef Isabel samþykkti öfgafullar kynlífsathafnir, þá gæti hún losnað fyrr en ella, jafnvel ári fyrr. Hins vegar ef hún reyndi að flýja þá myndi ánauðin lengjast. Samningurinn reiknað með að Isabel yrði haldið fanginni í 10 ár.

Isabel lýsir í þáttunum The Bunker Woman hvernig hún vaknaði í byrginu: „Ég sá járnþak og mann sem sat á stól við hliðina á mér og starði. Ég sá að ég var með æðalegg í hendinni sem ég reif af mér í ofboði. Þá sagðist hann hafa rænt mér og ætlaði að halda mér fanginni árum saman. Ég vissi ekki hvort ég væri ofan eða neðanjarðar en það var mjög kalt þarna og mikið ryk. Á steingólfinu voru steypupokar. Hann sagði mér að hann hefði byggt þetta sjálfur og sagðist stoltur af sköpunarverki sínu. Fyrst þegar ég vaknaði í byrginu reyndi ég að ráðast á hann og flýja. Ég réðst á hann með tveimur skrúfum en ég var enn lyfjuð svo þetta heppnaðist illa. Hann sagði mér að ef ég reyndi eitthvað svona aftur þá myndi hann hlekkja mig við rúm og gefa mér ekkert nema hrökkbrauð að borða. Ég var frá mér af hræðslu, ég var algjörlega yfirbuguð. “

Þegar málið fór fyrir dóm afhjúpaðist hversu þaulskipulagt ránið var. Eftir að læknirinn hafði byrlað Isabel, og hún meðvitundarlaus, setti hann grímu yfir andlit hennar og kom henni í hjólastól. Þannig smyglaði hann henni út úr Stokkhólmi að neðanjarðarbyrginu. Isabel lýsti því að hann hafi notað svipaða grímu eitt sinn þegar hann kom í byrgið til hennar. Hún hélt þá fyrst að einhver væri kominn að bjarga henni, en svo tók Trenneborg af sér grímuna.

Hann hélt henni í hlekkjum og leyfði henni aðeins einu sinni að fara í sturtu. Hann framkvæmdi kynsjúkdómapróf á henni til að hann gæti haft við hana óvarðar samfarir. Hann lét hana eins taka getnaðarvarnarpillur svo hún yrði ekki þunguð eftir hann.

Sagðist bara einmana

Sex dögum eftir að hann rændi henni skutlaði hann henni upp á lögreglustöð. Þar greindi lögreglan Isabel frá því að hennar hafi verið leitað dögum saman. Lögregla hafi reynt að komast inn í íbúð hennar og hafi af þeim sökum skipt um lás. Isabel sagði lögreglu að hún væri ekki týnd og ekkert amaði að henni. Lögreglumenn trúði henni þó ekki heldur fóru með hana afsíðis, burt frá Trenneborg, og spurðu hvort hún væri beitt þvingunum. Þá sagði hún þeim alla sólarsöguna.

Trenneborg neitaði sök í málinu og verjandi hans bar því við að læknirinn hafi á þessum tíma glímt við andleg veikindi. Hann hafi verið óbærilega einmana og átt erfitt með að finna sér kærustu með hefðbundnum leiðum. Hann gekkst við að hana numið Isabel á brott en sagðist ekki hafa unnið henni mein og alls ekki hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi.

Hinn austurríski Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár í kjallara sem hann hafði sérstaklega útbúið fyrir voðaverkin sem þar færu fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

New York Times velur vinnutölvu ársins

New York Times velur vinnutölvu ársins