fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist

Pressan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 18:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir hafa deilt neðangreindri Facebook-færslu og býsnast yfir hvernig netið hefur yfirtekið líf okkar á allan hátt eins og myndbandið virðist gefa til kynna.

Myndbandinu er deilt með setningunni: „Mjög áhugaverð breyting á því hvernig og hvar fólk eyðir tíma sínum.“ Eða eins og segir á ensku: „Very interesting shift in how and where people spend their time.“

Á meðal þeirra sem fallið hafa í gildruna og deilt myndbandinu undir þessum formerkjum eru þekktur fjölmiðlamaður sem segir um myndbandið: „Hrun mannlegra samskipta og nándar. En svona vilja tæknirisarnir hafa það. Og andvaralaust mannkynið spilar með (ég ekki undanskilinn).“ Margir taka undir færslu hans í athugasemdum og eru á því að niðurstaðan sé sláandi og um sé að ræða dapurlega þróun, sem hún vissulega væri ef hún væri sönn.

Það er vissulega rétt að netnotkun tekur mun meira af tíma okkar í dag en hún gerði fyrir 90 árum, árið 1934, þegar myndbandið hefst. En það má ekki gleyma því að margir nota netið með margvíslegum hætti: í vinnu, við nám, við að horfa eða hlusta á afþreyingarefni, til samskipta við ættingja og vini og svo framvegis. Netið er ekki slæmt ef við kunnum að fara með það og nýta okkur til góðs.

En um hvað er myndbandið í raun?

Um er að ræða myndband sem James Eagle tók saman og birti fyrir þremur vikum á LinkedIn undir yfirskriftinni Hvernig kynntist þú maka þínum?

Myndbandið tekur fyrir árin 1930 – 2024 og eins og sjá má þá var algengast að fólk kynntist í gegnum fjölskyldu eða vini, í skólanum, kirkju eða í gegnum nágranna. Árið 1969 eru skemmti- og veitingastaðir orðnir þriðji algengasti staðurinn. Og árið 1983 taka vinnufélagar yfir annað sætið og eru farnir að kynda ástarlogann milli fólks. Netið byrjar að gefa í árið 1993 og er árið 2007 komið í annað sætið. Hver hefur ekki prófað einkamal, Tinder og allar hinar síðurnar í von um að kynnast hinum/hinni eina sanna/sönnu? Árið 2012 tekur netið svo yfir fyrsta sætið.

Samkvæmt myndbandinu eru því algengustu þrír staðirnir í dag til að kynnast framtíðarmakanum: netið, í gegnum vini eða í gegnum samstarfsmenn.

Myndband Eagle byggir á myndbandi sem deilt var fyrir þremur mánuðum af Data Is Beautiful á YouTube og byggjast upplýsingarnar meðal annars á rannsókn Stanford háskólans.

„Þessi rannsókn sýnir að kynni í gegnum netið hafa tekið við sem helsta leiðin fyrir gagnkynhneigð pör í Bandaríkjunum til að hittast. Hefðbundnar leiðir til að hitta væntanlegan maka (í gegnum fjölskyldu, í kirkju, í hverfinu) hafa allar farið minnkandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Að kynnast í gegnum sameiginlega vini hefur minnkað síðan um það bil árið 1995.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar