Jólastjarnan er í miklu uppáhaldi hjá mörgum og það er svo sem ekki erfitt að skilja ástæðuna. Rauð og græn blöðin ýta óneitanlega undir jólastemmninguna.
En til að halda blóminu lifandi eins lengi og unnt er, þarf að huga að hvar því er komið fyrir. Í umfjöllun Express um málið er haft eftir Greg Basire, hjá Nurture Group, að staðsetningin sé afgerandi til að blómið geti haldið fegurð sinni eins lengi og hægt er.
Hann sagði að það þurfi að setja blómið fjarri dyrum og ofnum og gæta þess að það sé ekki kalt nærri því. Það á heldur ekki að vökva það fyrr en moldin er þurr.
Hann sagði að eftir jól sé hægt að setja blómið á svalari stað og vökva það minna, þá geti það blómstrað enn fallegra um næstu jól.