fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Pressan

Á þessum stöðum á heimilinu ættir þú aldrei að geyma jólastjörnu

Pressan
Laugardaginn 30. nóvember 2024 18:30

Jólastjarna. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin nálgast óðfluga og margir búnir að setja jólaskreytingarnar upp eða eru í startholunum. Á mörgum heimilum þykir algjörlega ómissandi að kaupa jólastjörnu, það er að segja blómið fallega, og koma fyrir á heimilinu. En það er ekki sama hvar því er komið fyrir ef halda á því lifandi og fallegu lifandi í góðan tíma.

Jólastjarnan er í miklu uppáhaldi hjá mörgum og það er svo sem ekki erfitt að skilja ástæðuna. Rauð og græn blöðin ýta óneitanlega undir jólastemmninguna.

En til að halda blóminu lifandi eins lengi og unnt er, þarf að huga að hvar því er komið fyrir. Í umfjöllun Express um málið er haft eftir Greg Basire, hjá Nurture Group, að staðsetningin sé afgerandi til að blómið geti haldið fegurð sinni eins lengi og hægt er.

Hann sagði að það þurfi að setja blómið fjarri dyrum og ofnum og gæta þess að það sé ekki kalt nærri því. Það á heldur ekki að vökva það fyrr en moldin er þurr.

Hann sagði að eftir jól sé hægt að setja blómið á svalari stað og vökva það minna, þá geti það blómstrað enn fallegra um næstu jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum