fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Pressan

Þessar fæðutegundir ætti fólk með slitgigt að forðast

Pressan
Laugardaginn 30. nóvember 2024 16:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hafa rannsóknir sýnt að mataræði, sem inniheldur mikið af sykri og mettuðum fitusýrum, getur beinlínis skaðað liðbrjóskið og nærliggjandi bein. Það er því hægt að koma í veg fyrir og lina einkenni slitgigtar með réttu mataræði.

Þetta kemur fram í umfjöllun Augsburger Allgemeine sem segir að mataræði, sem dregur úr bólgum og styður við heilbrigði liðbrjósksins, eigi að samanstanda af eftirtöldu:

Hollum fituefnum: ólífuolía, valhnetuolía, hörfræjaolía og fiskiolía en allar þessar olíur innihalda mikið af omega-3 fitusýrum. Fiskur á borð við makríl og síld er einnig góður í þessu samhengi.

Grænmeti og ávextir: Spínat, spergilkál og önnur dökkgræn blaðsalöt sem innihalda vítamín og kalsíum. C-vítamínríki ávextir eins og appelsínu og ber.

Gróft korn og belgávextir: Heilhveiti, baunir og ertur sem innihalda trefjar en þær draga úr bólgum.

Krydd sem vinna gegn bólgum: Túrmerik og engifer vinna gegn bólgum.

Svo eru aðrar fæðutegundir sem auka bólgur og verki sem fylgja slitgigt og því er auðvitað gott að draga úr neyslu þeirra eða forðast með öllu.

Þetta eru til dæmis: Smjör, rjómi, fituríkar mjólkurvörur, forunnar kjötvörur, rautt kjöt, innmatur, egg, feitir ostar, áfengi, nikótín og kaffi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum