Þetta kemur fram í umfjöllun Supereva sem segir að það sem þurfi að gera, sé að fylla plastflösku af vatni, loka henni og setja hana upp við ofn.
Vatnið tekur í sig hita frá ofninum þegar skrúfað er frá honum. Þegar skrúfað er fyrir hann, þá losar vatnið hitann hægt og rólega og dælir honum út í herbergið.
Með þessu er að sögn hægt að ná stöðugum hita og fækka þeim tilvikum þar sem þarf að hækka hitann á ofninum.