fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Pressan

Loftsteinn kom inn í gufuhvolfið nokkrum klukkustundum eftir að hann uppgötvaðist – Þriðja tilfellið á þessu ári

Pressan
Laugardaginn 30. nóvember 2024 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október brann lítill loftsteinn upp í gufuhvolfinu, undan strönd Kaliforníu, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann uppgötvaðist. Eftirlitskerfum vannst ekki tími til að reikna braut hans út áður en hann kom inn í gufuhvolfið.

Live Science skýrir frá þessu og segir að af einhverjum ástæðum hafi loftsteinninn ekki uppgötvast í þeim eftirlitskerfum sem fylgjast með hlutum sem nálgast jörðina. Góðu fréttirnar eru að loftsteinninn var aðeins 1 meter í þvermál og því lítil sem engin hætta sem af honum stafaði.

Hann fékk heitið 2024 UQ. Það var Asteroid Terrestrial-impact Last Alert System (ATLAS) á Hawaii sem uppgötvaði hann þann 22. október. Þetta er net fjögurra sjónauka sem skanna himinhvolfið í leit að hlutum sem gætu rekist á jörðina.

Aðeins tveimur klukkustundum eftir að ATLAS uppgötvaði loftsteininn kom hann inn í gufuhvolfið.

Að sögn Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA, þá var þetta í þriðja sinn á þessu ári sem loftsteinn kom inn í gufuhvolfið skömmu eftir að hann uppgötvaðist. Fyrsta tilfellið var í janúar þegar loftsteinn, sem var um 1 metri í þvermál, brann upp í gufuhvolfinu yfir Berlín. Hitt var í byrjun september þegar loftsteinn sprakk yfir Filippseyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum