Live Science skýrir frá þessu og segir að af einhverjum ástæðum hafi loftsteinninn ekki uppgötvast í þeim eftirlitskerfum sem fylgjast með hlutum sem nálgast jörðina. Góðu fréttirnar eru að loftsteinninn var aðeins 1 meter í þvermál og því lítil sem engin hætta sem af honum stafaði.
Hann fékk heitið 2024 UQ. Það var Asteroid Terrestrial-impact Last Alert System (ATLAS) á Hawaii sem uppgötvaði hann þann 22. október. Þetta er net fjögurra sjónauka sem skanna himinhvolfið í leit að hlutum sem gætu rekist á jörðina.
Aðeins tveimur klukkustundum eftir að ATLAS uppgötvaði loftsteininn kom hann inn í gufuhvolfið.
Að sögn Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA, þá var þetta í þriðja sinn á þessu ári sem loftsteinn kom inn í gufuhvolfið skömmu eftir að hann uppgötvaðist. Fyrsta tilfellið var í janúar þegar loftsteinn, sem var um 1 metri í þvermál, brann upp í gufuhvolfinu yfir Berlín. Hitt var í byrjun september þegar loftsteinn sprakk yfir Filippseyjum.