En af hverju gleymum við? Er þetta bara merki um hnignun minnisins eða fylgja þessu einhverjir kostir?
Live Science segir að í einni fyrstu rannsókninni á þessu sviði hafi niðurstaðan verið að við gleymum vegna þess að minni okkar hraki. Síðari tíma rannsókn leiddi það sama í ljós.
En gleymska getur einnig haft hagnýtan tilgang. Heilinn okkar verður fyrir stöðugu áreiti í formi upplýsinga. Ef við ættum að muna hvert einasta smáatriði, sem á okkur dynur, þá yrði mjög erfitt fyrir okkur að geyma mikilvægar upplýsingar.
Ein af aðferðunum sem við notum til að forðast þetta er að taka ekki vel eftir hlutum. Nóbelsverðlaunahafinn Eric Kandel, og aðrir vísindamenn, telja að minningar verði til þegar taugamótin í heilanum styrkjast.
Það að veita einhverju athygli getur styrkt þessar tengingar og viðhaldið minningunni. Þetta sama ferli hjálpar okkur að gleyma öllum þeim óþarfa smáatriðum sem við komumst í snertingu við daglega.
Þrátt fyrir að fólk sýni vaxandi merki einbeitingarskorts þegar það eldist og minnissjúkdómar á borð við Alzheimers séu tengdir við athyglisbrest, þá verðum við öll að geta gleymt öllum ómikilvægu smáatriðunum ef við ætlum að skapa minningar.
Það að endurkalla minningu getur stundum breytt henni í þeim tilgangi að takast á við nýjar upplýsingar.
Út frá þróunarlegum sjónarhóli þá getur það að gleyma gömlum minningum þegar nýjar myndast, haft þróunarlegan ávinning. Forfeður okkar gætu til dæmist ítrekað hafa farið að öruggu vatnsbóli en dag einn uppgötvuðu þeir að annar hópur fólks var farinn að venja komur sínar þangað eða þá að birna með nýfædda húna væri þar. Heilar þeirra urðu að geta uppfært þessa minningu til að geta merkt staðinn sem óöruggan. Það að geta ekki gert það, gæti hafa ógnað tilvist fólksins.