fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Pressan

Þetta gerist í líkamanum ef þú drekkur ekki áfengi í 4 vikur

Pressan
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 22:00

Mynd: EPA-EFE/SCOTT BARBOUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú sleppir því að drekka áfengi í fjórar vikur hefur það jákvæð áhrif á líkamann. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem drekka áfengi en fyrir hina sem ekki drekka áfengi þá njóta þeir nú ávinningsins af því alla daga.

Eftir því sem Priory Group segir þá er fjárhagslegur ávinningur af því að drekka ekki áfengi ekki það eina sem fólk nýtur góðs af ef það sleppir áfenginu. Meðal þeirra jákvæðu áhrifa sem engin áfengisneysla hefur eru:

Vika 1:

Í fyrstu vikunni eru miklar líkur á að þú brotnir og standist ekki freistinguna og fáir þér áfengi, það er að segja ef þú ert vanur að drekka áfengi reglulega. En ef þér tekst að standast freistinguna þá muntu taka eftir jákvæðum áhrifum á svefninn.

Það getur verið erfiðara að sofna fyrstu dagana ef þú ert vanur að fá þér áfengi á kvöldin en á móti kemur að svefngæðin verða betri þegar þú drekkur ekki áfengi. Þess utan sýnir tölfræðin að ef maður drekkur ekki áfengi þá borðar maður minna af skyndibitafæði sem er auðvitað ekki neitt hollustufæði.

Einbeitingin batnar líka ef þú sleppir áfenginu og líkaminn þornar ekki eins mikið. Það að drekka sex vínglös svarar til þess að líkaminn missi sem svarar til 19-24 glösum af vatni.

Vika 2:

Í annarri viku ferðu að finna vel fyrir áhrifum bætts svefns og vökvajafnvægis. Þú finnur líka fyrir meiri hvatningu til flestra verka og húðin verður betri. Þú munt einnig líta betur út í heildina.

Ef þú glímir við bakflæði eða brjóstsviða þá dregur úr einkennunum því áfengi pirrar slímhimnuna í maganum.

Vika 3:

Eftir þrjár vikur hefur blóðþrýstingurinn lækkað og þú hefur sleppt því að innbyrða mikið magn af kaloríum. Ef þú ert vanur að drekka þrjá bjóra á viku þá hefurðu sleppt því að innbyrða um 3.200 hitaeiningar. Ef þú drekkur venjulega sex vínglös á viku eru þetta um 3.000 hitaeiningar.

Vika 4:

Ef þér tekst að sleppa áfenginu í fjórar vikur þá geturðu svo sannarlega hrósað sjálfum þér. Þú munt líklega finna það á heilsunni að þú hefur ekki neytt áfengis í nokkrar vikur.

Húðin mun líta betur út, þú hefur sparað slatta af peningum, þú virðist grennri og líklega ertu í betra skapi!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

New York Times velur vinnutölvu ársins

New York Times velur vinnutölvu ársins