Þessi uppgötvun varpar ljósi á hversu miklu máli ættartengsl skiptu í samfélagsuppbyggingunni fyrir um 5.000 árum.
Grafreiturinn er í Aven de la Boucle, sem er kalkhellir í suðurhluta Frakklands. Þar fundust líkamsleifar 75 einstaklinga. Flestir þeirra voru fullorðnir þegar þeir létust. Vísindamenn rannsökuðu erfðamengi 37 þeirra og aldursgreindu. Þetta kemur fram í rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.
Vísindamennirnir uppgötvuðu að fólkið var jarðsett á milli 3600 og 2800 fyrir Krist og að 76% hinna jarðsettu voru karlar. Flestir þeirra úr sömu ættinni.
Þessi uppgötvun bendir til að félagsleg staða gæti hafa erfst í karllegg og að þetta hafi valdið því að karlar voru frekar jarðsettir í grafreitnum en konur.