fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Þingkona hverfur á braut í kjölfar fyllerís og misheppnaðrar viðreynslu

Pressan
Föstudaginn 29. nóvember 2024 19:30

Elin Söderberg í ræðustól á sænska þinginu. Mynd/Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingkona á sænska þinginu hefur sagt af sér í kjölfar þess að hún varð afar ölvuð í teiti á hótelbergi þar sem nokkrir flokksfélagar hennar voru viðstaddir. Gerði þingkonan sér dælt við einn af meðlimum ungliðahreyfingar flokksins sem var í teitinu og tók ekki vel í þessa viðreynslu þingkonunnar.

Um er að ræða Elin Söderberg þingkonu Umhverfisflokksins (s. Miljöpartiet) en það er Aftonbladet sem greinir frá málinu.

Atvikið átti sér stað um miðjan mánuðinn á meðan kjördæmavika stóð yfir á sænska þinginu en blásið var til teitsins á hótelherbergi eftir kvöldverð félaga í flokknum en Söderberg var ekki eini þingmaðurinn sem var viðstaddur.

Samkvæmt heimildum Aftonbladet reyndi Söderberg, sem er sögð hafa orðið mjög ölvuð, við ungliðann, sem er sagður hafa náð lögaldri, með bæði snertingu og orðum. Ungliðinn mun hafa beðið hana að hætta en hún samt haldið athæfi sínu áfram.

Samþykki

Atburðirnir áttu sér stað í borginni Borås í héraðinu Västra Götaland en kvöldverðurinn á hótelinu var í boði borgarstjórnar. Kvöldverðurinn var áfengislaus en barinn á hótelinu opnaði klukkan 21 um kvöldið og Söderberg sat þar að drykkju áður en hún hélt í teitið, þar sem einkum voru samankomnir meðlimir ungliðahreyfingar flokksins, ásamt öðrum þingmanni flokksins.

Afsögn Söderberg kom mörgum flokksfélögum hennar á óvart en hún hefur þótt vera mjög hæfur þingmaður. Söderberg er fædd 1984 og var fyrst kjörin á þing í síðustu þingkosningum árið 2022.

Margir flokksmenn hafa tjáð Aftonbladet að málið kalli á endurskoðun um hvernig teiti og aðrar samkomur á vegum flokksins séu skipulagðar. Málið þykir sérstaklega neyðarlegt fyrir flokkinn í ljósi þess að hann beitti sér fyrir því á þingi árið 2018 að svokölluð samþykkislög (s. samtyckeslag) yrðu að veruleika en samkvæmt þeim þarf einstaklingur að geta sýnt fram á að samþykki aðila sem viðkomandi hefur framkvæmt kynferðislegt athæfi með hafi legið fyrir. Eins og áður kom fram bendir allt til þess að samþykki ungliðans sem Söderberg reyndi við hafi ekki legið fyrir og viðkomandi hafi komið því skýrt á framfæri við þingkonuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Í gær

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt