The Guardian segir að krýningarathöfnin hafi kostað breska skattgreiðendur 72 milljónir punda en það svarar til um 12,6 milljarða íslenskra króna. Það svarar til þess að hver Breti hafi greitt sem svarar til 180 króna fyrir athöfnina.
Breska menningarmálaráðuneytið, sem skipulagði athöfnina í samvinnu við hirðina, segir að krýningin hafi verið „augnablik sem á sér aðeins stað einu sinni hjá hverri kynslóð“ og hafi gert landsmönnum kleift að sameinast um hátíðarhöld og að „sýna umheiminum Bretland“.
Samtökin Republic, sem berjast fyrir því að konungdæmið verði lagt niður og þess í stað verði þjóðhöfðinginn valinn í almennum kosningum, segja þetta „ruddalegt“ bruðl á skattfé.