fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Pressan

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Pressan
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 21:00

Nemendur í Austin í Texas.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn samþykkti fræðslunefnd Texas að námsskrá grunnskólanna í ríkinu skuli byggð á Biblíunni. Atkvæði féllu 8-7.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að námsskráin, sem nefnist „Bluebonnet Learning“ verði hugsanlega tekin í gagnið í ágúst á næsta ári. Hún mun ná til námsgagna í ensku, öðrum tungumálum og listum fyrir leikskólabörn og allt upp í fimmta bekk grunnskóla.

Kennarar mega sjálfir ákveða hvort þeir fylgi námsskránni en ríkið heitir því að greiða kennsluumdæmunum 60 dollara fyrir hvert skólabarn sem fylgir námsskránni.

Foreldrar, kennarar og mannréttindasamtök hafa lýst yfir óánægju sinni með ákvörðunina og segja hana brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni með því að mismuna nemendum á grundvelli trúar þeirra.

Caro Achar, talsmaður the American Civil Liverties Union, sagði að námsskráin brjóti gegn trúfrelsinu sem hafi verið hornsteinn bandarísku þjóðarinnar allt frá stofnun landsins. Stjórnmálamenn, sem vilja ritskoða hvað nemendur lesa, vilji nú taka upp ríkisstudda trú í opinberum skólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Eigendur útfararstofu játa að hafa misnotað lík

Eigendur útfararstofu játa að hafa misnotað lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?