fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Pressan

Svikamálið sem skekur Tyrkland – Hefur kostað minnst 10 kornabörn lífið

Pressan
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 07:00

Frá Istanbúl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kornabarnagengið“ er nafnið sem tyrkneskir fjölmiðlar hafa gefið málinu sem skekur landið þessa dagana. Að minnsta kosti 10 kornabörn hafa látist og málið teygir sig hátt upp í hinu pólitíska kerfi.

Flestir hafa eflaust heyrt um münchausen by proxy heilkennið en það er notað yfir það þegar fullorðnir búa til sjúkdómseinkenni hjá öðrum til að fá sjálfir athygli. Oft eru fórnarlömbin, þau sem eru sögð þjást af einhverjum sjúkdómi, börn og eru þau oft lögð inn á sjúkrahús og verða oft veik.

Málið í Tyrklandi er eiginlega af þessum toga og þó ekki. Það snýst um að fólk, sem tengist heilbrigðiskerfinu, reyndi að mjólka sjúkratryggingar landsins til að hagnast sjálft. Fórnarlömbin voru kornabörn sem voru gerð veikari en þau voru í raun og voru því flutt af ríkisreknum sjúkrahúsum á einkasjúkrahús en sjúkratryggingarnar greiða hærra daggjald á þeim en á ríkisreknu.

Saksóknarar segja að þetta hafi kostað að minnsta kosti 10 kornabörn lífið.

Málið kom upp á sama tíma og milljónir fjölskyldna berjast við að láta enda ná saman. Traust almennings á yfirvöldum hefur beðið mikinn hnekki og vakið upp miklar umræður um heilbrigðiskerfi landsins.

Málið hefur einnig komið illa við Erdogan forseta og flokk hans, AKP, sem stóð fyrir breytingum á heilbrigðiskerfinu á fyrsta áratug aldarinnar og lagði mikla áherslu á að nota ætti einkasjúkrahús í meiri mæli til að stytta biðlista á öðrum sjúkrahúsum.

Margir af hinum grunuðu í málinu tengjast AKP nánum böndum og einn þeirra var áður heilbrigðisráðherra.

Málið er nú fyrir dómi og fólk hefur safnast saman við dómhúsið til að mótmæla og krefjast þess að „barnamorðingjarnir“ verði látnir sæta ábyrgð og að einkasjúkrahúsunum verði lokað.  Margir hafa einnig látið í ljós reiði sína í garð ríkisstjórnarinnar.

Það hefur ekki hjálpað ríkisstjórninni að núverandi heilbrigðisráðherra var áður yfirmaður heilbrigðismála í Istanbúl og bar ábyrgð á eftirlitinu með sjúkrahúsum. Það var einmitt í Istanbúl sem hneykslið átti sér stað. Stjórnarandstaðan hefur krafist afsagnar ráðherrans en því hafa hann og Erdogan ekki orðið við.

Á móti hefur verið gripið til harðra aðgerða gegn sjúkrahúsunum. Níu hefur verið lokað og 47 hafa verið ákærðir vegna málsins, þar á meðal læknar, hjúkrunarfræðingar og að minnsta kosti einn sjúkraflutningsmaður.

Er fólkið ákært fyrir að hafa falsað læknaskýrslur til að láta líta út fyrir að börnin væru veikari en þau voru. Var þetta gert til að réttlæta flutning þeirra á einkasjúkrahús. Til að auka tekjurnar voru foreldrar þeirra oft beðnir um að greiða aukagjöld, þar á meðal fyrir lyf sem voru ekki nauðsynleg og voru síðan seld öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi