fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Vopnaðir menn rændu „þjóðargersemum“ úr frönsku safni

Pressan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 06:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopnaðir menn rændu skartgripum eftir hinn fræga franska gullsmið Joseph Chaumet á fimmtudag í síðustu viku. Verðmæti skartgripanna hleypur á sem nemur mörg hundruð milljónum íslenskra króna.

The Guardian segir að ræningjarnir hafi komið akandi á mótorhjólum að Hiéron safninu í Paray-le-Monial, í miðhluta Frakklands, um klukkan 16 á fimmtudaginn. Þrír fóru inn en einn stóð vörð fyrir utan að sögn Jean-Marc Nesme, bæjarstjóra.

Mennirnir hleyptu nokkrum skotum af og tóku síðan stefnuna á aðalsýningargrip safnsins, 3 metra verk frá 1904 sem sýnir líf Krists. Er það gert úr verðmætum málmum, skartgripum og fílabeini.

Verkið heitir Via Vitae og er flokkað sem þjóðargersemi af franska menningarmálaráðuneytinu.  Það er metið á sem svarar til eins milljarðs íslenskra króna. Það samanstendur af 138 styttum sem eru demants- og rúbínskreyttar.

Ræningjarnir notuðu öfluga sög til að saga í gegnum skothelt gler sem var yfir verkinu. Þeir tóku síðan gull- og fílabeinsstyttur og fleiri muni.

Á flótta sínum frá safninu köstuðu þeir oddhvössum hlutum á vegina til að stöðva för lögreglubíla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar