fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Pressan

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns

Pressan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítján ára ökumaður í Bretlandi, George Taylor, hefur verið dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir að valda örkumlun hjá einstæðri móður á fimmtudagsaldri.

George ók bifreið sinni á ofsahraða eftir A47-hraðbrautinni skammt frá Norwich og tók upp myndbönd af sér og sendi myndskilaboð þar sem hann reyndi að stýra ökutækinu með hnjánum á sér. Þessi heimskupör enduðu þannig að hann ók framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt sem konan, Catherine Davies, var í.

George tók upp samtals fimm myndbönd undir stýri í aðdraganda slyssins.

Catherine slasaðist lífshættulega í slysinu og er lömuð fyrir neðan háls, getur ekki andað án aðstoðar og þarf sólarhringsumönnun.

Faðir hennar, Jeremy, segir í samtali við breska fjölmiðla að hann muni aldrei gleyma deginum þegar hann fékk fréttir af slysinu. „Að heyra að dóttir mín myndi mögulega ekki lifa þetta af var hrikalega erfitt,“ segir hann.

Catherine er búin að vera á sjúkrahúsi meira og minna frá slysinu, en hún var útskrifuð af mænudeild Princess Alexandra-sjúkrahússins í Sheffield fyrr í þessum mánuði.

Lögreglan á svæðinu hefur hrint af stað vitundarvakningu í kjölfar slyssins og er markmiðið að vekja athygli á þeim miklu hættum sem felast í því að nota farsíma undir stýri.

„Catherine og fjölskylda hennar hafa leyft okkur að deila sögu hennar í þeirri von að þetta gerist ekki aftur,” segir Callum Walchester, lögreglufulltrúi á svæðinu.

Fyrir slysið var Catherine, sem nú er 51 árs, mjög heilsuhraust og starfaði hún meðal annars í verslun og sem einkaþjálfari.

„Hún mun aldrei anda sjálf aftur, hún mun aldrei finna bragðið af mat aftur og hún mun aldrei geta faðmað tíu ára son sinn aftur,” segir Jeremy, faðir hennar.

Meðfylgjandi er myndband frá Daily Mail sem varpar ljósi á aðdraganda slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinkonurnar eru báðar látnar

Vinkonurnar eru báðar látnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“