fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Sonur mafíuleiðtoga fannst látinn – Óttast að blóðbað sé í uppsiglingu

Pressan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 04:36

Antonio Strangio

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa verið saknað í viku fannst lík Antonio Strangio, 42 ára, í brunnum bíl í San Luca á Ítalíu. Þetta er heimavöllur ´Ndrangheta mafíunnar sem er ráðandi í fíkniefnaviðskiptum á heimsvísu.  Faðir Strangio er leiðtogi eins anga þessarar mafíu en sá angi er kallaður „villimennirnir“ vegna þess hversu miklu ofbeldi hann beitir.

´Ndrangheta er eins og áður sagði ráðandi í fíkniefnaviðskiptum á heimsvísu en samtökin koma einnig að peningaþvætti, fjárkúgunum og fleiri glæpum.

Metro segir að Michele Albanese, blaðamaður sem nýtur lögregluverndar vegna umfjöllunar hans um mafíuna, óttist að nú geti blóðbað verið í uppsiglingu ef dauði Strangio tengist langvarandi deilum „villimannanna“ við aðra mafíufjölskyldu.

Antonio Nicaso, sem rannsakar skipulögð glæpasamtök og er prófessor við Rómarháskóla, sagði að óhjákvæmilegt sé að gripið verði til hefndaraðgerða ef Strangio var myrtur. Hann sagði að það muni koma í ljós fljótlega því mafían viti vel hvernig á að senda áhrifarík skilaboð án þess að segja mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag
Pressan
Í gær

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni
Pressan
Í gær

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Í gær

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Pressan
Í gær

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Í gær

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?