fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Ofbeldismaðurinn fór að væla þegar þolandinn svaraði fyrir sig

Pressan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 17:30

New York borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem var farþegi um borð í neðanjarðarlest í New York borg í gærmorgun réðst á annan mann sem rekist hafði óvart utan í hann. Þolandi árásarinnar varðist þó af fullri hörku og þegar hann hafði ofbeldismanninn undir bar sá síðarnefndi sig afar aumlega og fékk þá hjálp frá öðrum farþegum. Þolandinn furðar sig á viðbrögðum viðstaddra og segir að árásarmaðurinn hafi verið eins og lítil „tík“ (e. bitch) en hann var að lokum handtekinn.

New York Post greinir frá samskiptum mannanna og birtir myndband af hluta þeirra.

Þolandinn er hinn 42 ára gamli Alexander Rakitin og var hann á leið til vinnu. Hann settist í lestarvagninum við hliðina á hinum 34 ára gamla Timothy Barbee. Lestarvagninn hristist þegar hann fór af stað með þeim afleiðingum að hné Rakitin rakst utan í Barbee. Við það trompaðist sá síðarnefndi.

Rakitin segir að Barbee hafi strax orðið árásargjarn en hann hafi sagt honum að róa sig það þyrfti enginn á svona að halda klukkan hálf níu að morgni.

Í myndbandinu, sem tekið var af öðrum farþega, heyrast orðaskiptin vel. Mennirnir sjást stara hvor á annan. Barbee öskrar á Rakitin að hætta að stara á sig en sá síðarnefndi segir honum að róa sig. Barbee segir Rakitin þá að þegja og hvetur hann til að neyða sig til að verða rólegri. Samskiptin eru aðheyrilega lituð blótsyrðum sérstaklega af hálfu Barbee. Hann segir loks við Rakitin:

„Ég hef ekki tíma til að fara í fangelsi í dag.“

Því næst slær Barbee Raktin og sést það vel á myndbandinu en farþeginn sem tók það batt enda á myndatökuna strax eftir höggið.

Vildu hjálpa ofbeldismanninum

Rakitin segir við blaðamenn New York Post að hann hafi varist árásinni af fullri hörku og hafi tekist að koma Barbee í gólfrið og halda honum föstum. Þá hafi honum að óvörum aðrir farþegar reynt að hjálpa ofbeldismanninum, Barbee. Hegðun Barbee hafi einnig haldið áfram að verða furðulegri hann hafi hagað sér eins og versti ruddi framan af en farið strax að væla þegar ljóst var að hann hefði beðið ósigur. Barbee hafi æpt að hann gæti ekki andað og beðið um að honum yrði sleppt úr tökunum. Barbee hafi beðið um vatn og fengið það frá viðstöddum en Rakitin, þolandinn, segist þá hafa orðið gjörsamlega furðu lostinn.

Rakitin segir viðstadda hafa beðið sig um að sleppa Barbee:

„Eruð þið eitthvað biluð? Ef ég sleppi honum þá stendur hann bara upp og slær mig aftur,“ segist Rakitin hafa sagt við þau sem báðu hann að sleppa Barbee.

Rakitin hélt ofbeldismanninum föstum þar til lestin kom á næstu biðstöð. Barbee var í kjölfarið handtekinn. Rakitin segist hafa þá verið spurður hvort hann vildi leggja fram kæru:

„Já, af hverju ekki? Þessi maður getur ekki gengið um og kýlt fólk,“ svaraði Rakitin.

Þetta er í fyrsta sinn sem að Barbee kemst í kast við lögin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags