fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Pressan
Mánudaginn 25. nóvember 2024 04:15

JonBenét

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var árla morguns þann 26. desember 1996 sem Patsy Ramsey fann tveggja og hálfrar síðu bréf í eldhúsinu heima hjá sér. Hún hafði farið niður í eldhús til að hella upp á kaffi þegar hún fann bréfið. Bréfritarinn sagðist hafa rænt sex ára dóttur hennar, JonBenét Ramsey, og krafðist 118.000 dollara í lausnargjald.

Lögreglan var auðvitað kölluð á vettvang og hóf hún þegar leit að JonBenét og bréfið var rannsakað. Síðar um daginn fann faðir JonBenét, John Ramsey, lík dóttur sinnar í kjallaranum. Hún hafði verið kyrkt og það hafði blætt úr hennni. Líkið lá á hvítu laki.

Í nýju viðtali við People lýsir John yfir óánægju sinni með vinnubrögð lögreglunnar en biðlar um leið til hennar. „Við grátbiðjum lögregluna um að leggja vinnu í þetta. Það eru háþróaðar DNA-rannsóknarstofur, sem vilja gjarnan hjálpa og telja sig geta komið hreyfingu á málið,“ sagði hann.

Hann er þarna að vísa til þess sem fannst á morðvettvanginum, þar á meðal er fyrrgreint bréf en einnig handgert aftökutæki sem kyrkir eða hálsbrýtur fórnarlambið en þetta tæki var notað til að bana dóttur hans.

John segir að lögreglan í Boulder í Colorado hafi ítrekað hafnað því að láta leita að DNA á þessum munum og fleiri.

„Ef lögreglan í Boulder verður áfram með rannsókn málsins á sínu forræði, þá leysist það ekki. Punktur,“ sagði hann.

Viðtalið við hann var birt í tengslum við nýja heimildarmyndaþáttaröð Netflix: „Cold Case: Who Killed JonBenét Ramsey?“. Í þáttunum er kafað ofan í þau mistök sem John segir að lögreglan hafi gert við rannsókn málsins.

JonBenét var þekkt í Bandaríkjunum því hún hafði sigrað í fjölda fegurðarsamkeppna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“