fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Eigendur útfararstofu játa að hafa misnotað lík

Pressan
Mánudaginn 25. nóvember 2024 06:30

John og Carie Halford

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum, hjónin Jon og Carie Hallford, eru nú fyrir dómi í ríkinu en þau eru ákærð fyrir að misnotað rúmlega 200 lík, þjófnað, fölsun og peningaþvætti.

Þau ráku útfararstofuna Return to Nature Funeral Home árum saman. Árið 2019 byrjuðu þau að geyma lík í gamalli byggingu nærri Colorado Springs. Eru þau sögð hafa látið fjölskyldur hinna látnu fá sement í stað ösku.

Sky News skýrir frá þessu og segir að upp hafi komist um hjónin á síðasta ári þegar kvartað var yfir „hryllilegri lykt“ frá byggingunni.

Hjónin eru sögð hafa eytt um 900.000 dollurum, sem þau fengu úr styrktarsjóðum vegna kórónuveirunnar, í ferðalög, lýtaaðgerðir, skartgripi og til kaupa á rafmynt.

Hjónin hafa játað sök og bíða nú dómsuppkvaðningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni