Steinninn er loftsteinn frá Mars og ný rannsókn á honum sýnir að fljótandi vatn var á Mars fyrir 742 milljónum ára. Live Science skýrir frá þessu.
Steinninn er um 5 cm á lengd. Ekki er vitað hver fann hann upphaflega né hvar hann fannst og hvað þá hvernig hann endaði í skúffunni.
Það var á níunda áratugnum sem vísindamenn komust að því að gastegundir inni í steininum eru hinar sömu og er að finna á Mars en þá höfðu Viking geimförin lent þar og rannsakað efnasamsetningu gufuhvolfsins.
Eldri rannsóknir á steininum sýndu að hann hafði komist í snertingu við fljótandi vatn þegar hann myndaðist en ekki var þá vitað hvenær steinninn varð til. En í nýju rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Geochemical Perspective Letters, kemur fram að hann sé um 742 milljóna ára gamall.