fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Fundu stein í skrifborðsskúffu – Veitti stórmerkilegar upplýsingar

Pressan
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 13:30

Steinninn merkilegi. Mynd:Purdue Brand Studio

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1931 fannst steinn einn í skrifborðsskúffu í Purdue háskólanum, sem er í Indiana í Bandaríkjunum. Ekki var vitað hvernig eða af hverju steinninn endaði í skúffunni en óhætt er að segja að hann hafi verið sannkallaður happafengur.

Steinninn er loftsteinn frá Mars og ný rannsókn á honum sýnir að fljótandi vatn var á Mars fyrir 742 milljónum ára. Live Science skýrir frá þessu.

Steinninn er um 5 cm á lengd. Ekki er vitað hver fann hann upphaflega né hvar hann fannst og hvað þá hvernig hann endaði í skúffunni.

Það var á níunda áratugnum sem vísindamenn komust að því að gastegundir inni í steininum eru hinar sömu og er að finna á Mars en þá höfðu Viking geimförin lent þar og rannsakað efnasamsetningu gufuhvolfsins.

Eldri rannsóknir á steininum sýndu að hann hafði komist í snertingu við fljótandi vatn þegar hann myndaðist en ekki var þá vitað hvenær steinninn varð til. En í nýju rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Geochemical Perspective Letters, kemur fram að hann sé um 742 milljóna ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann