fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 21:45

Mál Vasile Gorgos er furðulegt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vasile Gorgos var 63 ára gamall þegar hann yfirgaf heimili sitt í litlu þorpi í austur Rúmeníu árið 1991 til þess að fara í stutta viðskiptaferð í nærliggjandi bæ. Það var ekki óvenjulegt því Gorgos, sem ræktaði nautgripi og stundaði ýmiskonar brask, fór reglulega í slíkar ferðir. Það sem var óvenjulegt við þessa ferð var hins vegar að Gorgos, sem tók lest í hinn nærliggjandi bæ,  skilaði sér ekki heim um kvöldið eins og hann hafði ætlað.

Fjölskylda hans hafði þegar samband við lögregluna og hófst þá þegar víðtæk leit að Gorgos.

En hann var hvergi að finna og að endingu liður dagar, vikur, mánuðir og ár en ekkert spurðist til hins horfna. Lögregluna grunaði að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað en engin sönnunargögn komu fram sem bentu til þess.

Ótrúlegur atburður á sér stað

Líf fjölskyldu Gorgos hélt áfram, þrátt fyrir áfallið, en þrjátíu árum síðar, þann 29. ágúst 2021, átti sér stað ótrúlegur atburður. Þá keyrði bíll upp að heimili Gorgos-fjölskyldunnar og út steig fjörgamall maður sem virkaði hálf ringlaður.

Þessi maður reyndist vera Vasile Gorgos, þá orðinn 93 ára gamall, og það sem var enn ótrúlegra var að hann var enn í sömu fötum og hann var í daginn sem hann hvarf. Í buxnavasa hans var svo enn lestarmiðinn frá deginum örlagaríka fyrir þrjátíu árum.

Fjölskylda Gorgos var náttúrulega himinlifandi en einnig gjörsamlega slegin yfir þessari atburðarás. Bíllinn sem hafði skutlað Gorgos á gamla heimili sitt brunaði í burtu án þess að þau gætu rætt við ökumanninn og þegar Gorgos var spurður hvar hann hefði verið öll þessi ár sagðist hann hafa verið heima hjá sér.

Læknar létu hinn aldna mann undirgangast ýmsar rannsóknir en hann reyndist vera við hestaheilsu, miðað við aldur þó aðeins væri farið að bera á einhverjum elliglöpum. Það var þó ekki talið óeðlilegt hjá 93 ára gömlum manni.

Það furðulega var að hann reyndist muna vel eftir heimili sínu fram að árinu 1991 en eftir það var sem hula væri yfir síðustu þrjátíu árum og hann mundi ekki neitt.

Margar kenningar á lofti

Sagan Vasile Gorgos hefur vakið mikla athygli og margar kenningar eru á lofti um hvað gæti skýrt brotthvarf hans og endurkomu. Ein þeirra er sú að Gorgos hafi ákveðið að yfirgefa fjölskyldu sína, og jafnvel með ástkonu sinni. Hann hafi síðan ákveðið að snúa aftur til fjölskyldu sinnar , mögulega því ástkona hans hafi látist eða yfirgefið hann, fyrir andlát sitt til þess að færa þeim einhverja hugarró.

Önnur kenning er sú að hann hafi setið í fangelsi eða einhverskonar haldi allan þennan tíma og hafi ekki viljað viðurkenna það fyrir ástvinum sínum.

Kenningarnar eru fleiri og sumar hverjar yfirnáttúrulegar en eitt er víst að fjölskylda Gorgos klórar sér enn í kollinum yfir því hvar hann hélt sig í þessa þrjá áratugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni