Bæði mandarínur og klementínur eru mandarínur! Það er að segja að mandarínur eru yfirflokkur, ef svo má segja, en klementínur undirflokkur því þær eru afbrigði af mandarínum eða kannski öllu heldur mandarínutegund. Það er því ekkert rangt við að kalla báðar tegundir mandarínur. En rétt er að hafa í huga að mandarína getur ekki verið klementína!
En það er munur á mandarínum og klementínum. Börkurinn er yfirleitt þynnri á klementínum en auk þess eru þær steinlausar og sætari á bragðið. Þær eru auk þess ljósari yfirlitum.