Videnskab segir að vísindamenn við Mayo Clinic hafi gert rannsóknina og meðal niðurstaðna hennar sé að ef þú er eldri en 50 ára og getur staðið á öðrum fæti í minnst 30 sekúndur, þá sértu að eldast vel.
„Ef jafnvægi þitt er lélegt, þá áttu á hættu að detta. Það getur haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar,“ segir Kenton Kaufman, aðalhöfundur rannsóknarinnar, í tilkynningu. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Plos One.
Rannsóknin leiddi í ljós að tíminn, sem fólk getur staðið á ráðandi fæti sínum, styttist um 1,7 sekúndur á ári en um 2,2 sekúndur þegar kemur að hinum fætinum. Þetta á við um bæði kynin.