fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana

Pressan
Laugardaginn 23. nóvember 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 39 ára gamli James Howells hefur ekki gefist upp í leit sinni að hörðum diski sem hent var á haugana fyrir margt löngu. Það sem gerir diskinn sérstaka verðmætan er sú staðreynd að á honum er að finna Bitcoin-rafmynt að andvirði 569 milljóna punda sem eru rétt tæpr hundrað milljarðar króna á núverandi gengi.

Bitcoin hefur hækkað stjarnfræðilega í verði á síðustu 10-15 árum og til marks um það kostar ein Bitcoin-rafmynt um 13,5 milljónir króna í dag. Og þegar DV fjallaði um mál Howells árið 2013 var áætlað að heildarupphæðin í tölvunni væru 780 milljónir króna. Í dag eru þetta hins vegar hundrað þúsund milljónir króna.

Howell ætlar nú að gera lokaatlögu í að reyna að finna tölvuna en talið er að hún sé grafin í jörðu á landfyllingarsvæði í Newport í Wales. Fái hann grænt ljós á gröftinn hefur hann lofað að gera Newport að Dubai eða Las Vegas Bretlandseyja.

 Hingað til hafa yfirvöld hafnað beiðni hans um að leita harða disknum en hann segist vera reiðubúinn að fara fyrir dómstóla til að fá þeirri ákvörðun hnekkt. Hefur hann raunar þegar höfðað mál sem verður tekið fyrir í desembermánuði. Búist er við því að lögfræðingar yfirvalda í Newport fari fram á að málinu verði vísað frá.

Í umfjöllun breskra fjölmiðla í vikunni sagði James að fyrrverandi kærasta hans hafi hent poka sem innihélt diskinn árið 2013. Sjálfur safnaði hann Bitcoin árið 2009 þegar myntin var ný af nálinni og verðmæti hennar í lágmarki. Á þeim tíma var þetta tiltölulega auðvelt enda fáir sem notuðu gjaldmiðilinn og ekki þurfti ýkja mikið reikniafl til að leyfa Bitcoin-millifærslum að ganga í gegnum tölvuna. Á harða disknum var að finna svokallað veski – lykil að myntinni en án þessa lykils eru myntin horfin að eilífu.

Howells segist vongóður um að fá leyfi til að grafa upp landfyllingarsvæðið en hann hefur lofað því að Newport fái tíu prósent af því sem er á disknum. Það er upphæð sem nemur 10 milljörðum króna. „Borgaryfirvöld lifa á hinum myrku miðöldum. Það væri hægt að breyta þessu svæði í Las Vegas eða Dubai ef ráðamenn hefðu einhverja framsýn. En þeir vilja ekki skilja hvernig rafmyntir virka og vilja ekki læra.“

James segist hafa ráðfært sig við sérfræðinga á sviði umhverfismála og það væri hægt að grafa svæðið upp án þess að það hefði mikla röskun í för með sér á umhverfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð