fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Vinkonurnar eru báðar látnar

Pressan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 10:30

Bianca og Holly eru báðar látnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær ástralskar stúlkur sem voru á bakpokaferðalagi í Laos eru báðar látnar eftir eftir að hafa drukkið kokteila á bar sem innihéldu metanól en ekki etanól.

DV greindi frá máli þeirra síðastliðinn mánudag en þá kom fram að þær væru þungt haldnar á sjúkrahúsi í kjölfar eitrunar.

Sjá einnig: Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Stúlkurnar, Bianca Jones og Holly Bowles, sem báðar voru 19 ára, útskrifuðust frá Beaumaris-menntaskólanum í Melbourne í fyrra og héldu þær í einskonar útskriftarferð fyrir skemmstu þar sem þær héldu meðal annars til Taílands og Laos. Voru þær staddar í bænum Vang Vieng, sem er vinsæll meðal ungra ferðamanna, þegar þær veiktust.

Metanól er einnig þekkt sem tréspíri eða viðarspíri og geta afleiðingarnar af neyslu þess verið mjög varasamar. Við niðurbrot metanóls í lifrinni myndast svokölluð maurasýra sem getur valdið hættulegri eitrun.

Bianca lést á sjúkrahúsi í gær og í morgun tilkynntu aðstandendur Holly að hún væri einnig látin.

Bianca og Holly eru ekki þær einu sem látist hafa í Vang Vieng að undanförnu eftir neyslu á eitruðu áfengi, en alls hafa sex látist síðustu daga og vikur. Í þeim hópi er 28 ára breskur lögfræðingur, Simone White.

Í frétt News.com.au kemur fram að neysla á 25 til 90 millílítrum af metanóli geti verið banvæn. Einkenni eitrunar eru meðal annars kviðverkir, ógleði, uppköst, öndunarerfiðleikar, blinda og flog.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist