Eyjan hét Mesyatseveyja og var undan strönd Eva-Liveyju við Franz Josef Land. Þetta er eyjaklasi með rúmlega 190 eyjum.
Mesyatseveyjan var í raun aðeins hrúga af ís og drullu, í raun bara ísjaki. Hún var föst við Eva-Lindeyju en brotnaði líklega frá henni einhvern tímann fyrir 1985 að því er kemur fram í rannsókn frá 2019 sem var birt í vísindaritinu Geosciences.
Live Science segir að 2010 hafi yfirborð Mesyatseveyju verið um 1,1 milljónir ferkílómetra. En þegar skólabörnin skoðuðu gervihnattarmyndir, sem voru teknar í ágúst á þessu ári, áttuðu þau sig á að eyjan var aðeins 30.000 ferkílómetrar eða 99,7% minni en fyrir 14 árum.
Gervihnattarmyndir, sem voru teknar í byrjun september, sýna að eyjan er algjörlega horfin.
Rússneskir vísindamenn segja að ástæðan fyrir þessu sé líklega hnattræn hlýnun af mannavöldum.