fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Pressan

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Pressan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 19:00

Ryan með eiginkonu sinni Emily og þremur börnum þeirra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum eru komin í samband við hinn 44 ára Ryan Borgwardt sem sviðsetti dauða sinn í ágúst síðastliðnum og fór úr landi. DV fjallaði um mál Ryans á dögunum en hann skilaði sér ekki heim úr kajakferð á vatnið Green Lake í Wisconsin þann 12. ágúst í sumar.

Báturinn hans fannst mannlaus á vatninu og benti flest til þess að eitthvað hafi gerst sem varð til þess að hann drukknaði. Bíllinn hans fannst einnig á sínum stað, á bílastæði, við vatnið.

Umfangsmikil leit að líki hans skilaði engum árangri og heima sátu eiginkona og þrjú börn, sem allt í einu voru orðin föðurlaus, í sárum.

Á blaðamannafundi fyrir hálfum mánuði tilkynnti lögregla að hún hefði rökstuddan grun um að Ryan hefði sviðsett dauða sinn og farið til Evrópu til að hefja nýtt líf. Upplýsingar í tölvu hans gáfu þetta til kynna en þar hafði hann átt í samskiptum við ónafngreinda konu í Úsbekistan, opnað nýjan bankareikning og aflað sér upplýsinga um hvernig best væri að flytja fé úr landi.

Sjá einnig: Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Rannsókn lögreglu leiddi einnig í ljós að daginn eftir að tilkynnt var um hvarf hans var leitað að nafni hans í gagnagrunni kanadísku lögreglunnar – sem benti til þess að hann hafi verið kominn að landamærunum daginn eftir að hann hvarf.

Hjólaði um hundrað kílómetra leið

Í frétt New York Post kemur fram að Ryan sé kominn í samband við bandarísk löggæsluyfirvöld. Hann hafi meðal annars útskýrt hvernig hann fór að því að sviðsetja dauða sinn og af hverju hann gerði það. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja lögreglu nákvæmlega hvar hann er, annars staðar en í Austur-Evrópu, eða hvort hann hafi yfir höfuð áhuga á að snúa heim.

Í fréttinni kemur fram að Ryan hafi tekið með sér út á vatnið gúmmíbát sem hann blés upp þennan örlagaríka dag í ágúst. Hann hafi svo hent farsímanum sínum í vatnið, velt kajaknum og farið á land í gúmmíbátnum. Þar beið hans rafhjól sem hann notaði til að hjóla um 100 kílómetra til borgarinnar Madison þar sem hann tók rútu til Detroit. Þaðan tók hann svo aðra rútu til Kanada áður en hann flaug frá Norður-Ameríku yfir til Evrópu.

Reynt að höfða til samvisku hans

Mark Podoll, lögreglumaður sem farið hefur með rannsókn málsins, segir við fjölmiðla að lögregla hafi rætt við Ryan á nánast hverjum degi síðan 11. nóvember. „Góðu fréttirnar eru þær að hann er á lífi og er heill heilsu. Slæmu fréttirnar eru þær að við vitum ekki nákvæmlega hvar hann er eða hvort hann ætli sér að koma aftur heim.“

Fari svo að Ryan ákveði að snúa aftur til Bandaríkjanna gæti hans beðið ákæra fyrir ýmsar sakir, þar á meðal fyrir að afvegaleiða lögreglu og viðbragðsaðila vegna hvarfs hans í sumar. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um slíkt.

„Jólin eru á næsta leiti og börnin hans gætu sennilega ekki fengið betri jólagjöf en að fá hann heim,“ segir Podoll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

10 hlutir sem farþegar gera sem pirra flugþjóna – „Hættu að snerta okkur. Ekki pota í mig eða banka í mig“

10 hlutir sem farþegar gera sem pirra flugþjóna – „Hættu að snerta okkur. Ekki pota í mig eða banka í mig“
Pressan
Í gær

Svona virkjar þú náttúrulegt þyngdartapshormón líkamans

Svona virkjar þú náttúrulegt þyngdartapshormón líkamans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meingallaðir verðlaunapeningar frá ólympíuleikunum í Frakklandi

Meingallaðir verðlaunapeningar frá ólympíuleikunum í Frakklandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 uppskriftir sem hjálpa þér að drekka meira vatn

5 uppskriftir sem hjálpa þér að drekka meira vatn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fækkun morða með skotvopnum í Svíþjóð – „Það eru einfaldlega miklu færri til að skjóta til bana“

Mikil fækkun morða með skotvopnum í Svíþjóð – „Það eru einfaldlega miklu færri til að skjóta til bana“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir ofbeldi og niðurlægingu – Beit nefbroddinn af unnustunni og neyddi hana til að sofa í hundabúri

Ákærður fyrir ofbeldi og niðurlægingu – Beit nefbroddinn af unnustunni og neyddi hana til að sofa í hundabúri