fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Pressan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 22:00

Frá New York. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn var hinn þrítugi Harun Abdul-Malik Yener handtekinn í New York af alríkislögreglunni FBI. Í samtölum við útsendara FBI hafði hann sagt frá skuggalegum fyrirætlunum sínum.

Sky News segir að Yener hafi haft í hyggju að sprengja sprengju inni á hlutabréfamarkaði borgarinnar, New York Stock Exchange.

FBI hóf rannsókn á málinu í febrúar eftir að ábending barst um að Yener væri með efni til sprengjugerðar í geymsluhúsnæði í New York.

Þegar leit var gerði í geymslunni fann lögreglan leiðbeiningar um sprengjugerð, mörg úr með tímastillum og ýmis rafeindatæki sem er hægt að nota til sprengjugerðar.

Yener sagði útsendurum FBI að hann ætlaði að sprengja sprengjuna vikuna fyrir þakkargjörðarhátíðina og að hlutabréfamarkaðurinn væri vænlegt skotmark. Með þessu myndi „fólk vakna“.

„Mér líður eins og Bin Laden,“ sagði hann við einn útsendara FBI.

Hann sagði útsendaranum einnig að sprengjan myndi „endurstilla“ bandarísku ríkisstjórnina, að þetta yrði eins og að lítil kjarnorkusprengja myndi springa. Allir í byggingunni myndu deyja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann