Sky News segir að Yener hafi haft í hyggju að sprengja sprengju inni á hlutabréfamarkaði borgarinnar, New York Stock Exchange.
FBI hóf rannsókn á málinu í febrúar eftir að ábending barst um að Yener væri með efni til sprengjugerðar í geymsluhúsnæði í New York.
Þegar leit var gerði í geymslunni fann lögreglan leiðbeiningar um sprengjugerð, mörg úr með tímastillum og ýmis rafeindatæki sem er hægt að nota til sprengjugerðar.
Yener sagði útsendurum FBI að hann ætlaði að sprengja sprengjuna vikuna fyrir þakkargjörðarhátíðina og að hlutabréfamarkaðurinn væri vænlegt skotmark. Með þessu myndi „fólk vakna“.
„Mér líður eins og Bin Laden,“ sagði hann við einn útsendara FBI.
Hann sagði útsendaranum einnig að sprengjan myndi „endurstilla“ bandarísku ríkisstjórnina, að þetta yrði eins og að lítil kjarnorkusprengja myndi springa. Allir í byggingunni myndu deyja.