Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði að opnun herstöðvarinnar þann 13. nóvember síðastliðinn væri ögrun og myndi auka líkurnar á að því að gripið yrði til kjarnorkuvopna. Bætti hún við að umrædd herstöð væri komin á lista Rússa yfir hugsanleg skotmörk.
Umrædd herstöð er hluti af víðtæku eldflaugavarnarkerfi NATO sem kallast „Aegis Ashore“ og á að veita ríkjum NATO vernd ef skotið verður á þau með eldflaugum.
Yfirlýsing Mariu kom í kjölfar frétta þess efnis að Rússar hefðu skotið langdrægri eldflaug (e. intercontinental ballistic missile) á Úkraínu í morgun í fyrsta skipti í stríðinu. Er talið að Rússar hafi þarna verið að svara fyrir árásir Úkraínumanna með bandarískum og breskum eldflaugum.
Ekki kemur fram í fréttum erlendra fjölmiðla hvaða tegund af langdrægri eldflaug Rússar notuðu í morgun.
Á vef Mail Online er haft eftir rússneskum hernaðarsérfræðingi að Rússar gætu gripið til þess ráðs að RS-26-flugskeytið sem er eitt það öflugasta í vopnabúri Rússa. Það vegur 50 tonn, getur borið kjarnaodd og dregið tæpa 5.800 kílómetra. Vopnið hefur aldrei verið notað í stríðsátökum.