Nú hefur Vladimír Pútín Rússlandsforseti sent vinum sínum óvenjulega gjöf en um er að ræða yfir 70 dýr sem munu fara í dýragarðinn í Pyongyang. Í hópnum er meðal annars ljón frá Afríku, tveir skógarbirnir, tveir jakuxar, 25 fashanar, 40 mandarínendur og fimm kakadúar.
Í frétt Telegraph kemur fram að gjöfin eigi að vera vitnisburður um vinskap þjóðanna, einkum leiðtoga þjóðanna Pútíns og Kim Jong-Un.
Í frétt Telegraph kemur fram að dýragarðuinn í Pyongyang hafi ekki merkilegt orðspor þegar kemur að dýravelferð. Er meðal annars bent á að þar búi simpansi sem er þekkur fyrir þann ljóta ávana að reykja pakka af sígarettum á degi hverjum.