Samkvæmt frétt The Guardian þá fór hann með konuna og barn þeirra til Súdan. Þegar þangað var komið skildi hann konuna eftir, tók vegabréfið hennar, og fór aftur til Ástralíu með barnið.
Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn að maðurinn hefði farið með konuna eins og hún væri hans eign, eitthvað sem væri einfaldlega hægt að kast í ruslið.
Maðurinn lokkaði hana úr landi 2014 undir því yfirskini að þau væru að fara í frí. En hann lét hjá líða að segja henni að tveimur mánuðum áður hafði hann afturkallað umsókn hennar um vegabréfsáritun.
Konan sat föst í Súdan í 16 mánuði.