fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Pressan
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 17:30

Frá Edinborg/Getty, Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur hefur verið kveðinn upp í afar óhugnanlegu máli í Skotlandi og ástæða er til að vara viðkvæma við lýsingum í þessari frétt.

Fyrrum hjón, karl og kona á fertugsaldri, voru sakfelld fyrir fjölda kynferðisbrota gegn fjórum börnum. Meðal annars neyddu þau tvo drengi á aldrinum sjö og þriggja ára til að taka þátt í nauðgun á eins árs stúlku.

Sky News greinir frá því að dómur hafi verið kveðinn upp í málinu í Edinborg. Konan er 33 ára og heitir Samantha Crawford en karlinn er 35 ára og heitir Michael Cummins.

Brutu þau gegn börnunum á árunum 2014-2018.

Tveir þolendanna, drengir, voru sjö og þriggja ára þegar ofbeldið byrjaði. Cummins nauðgaði eldri drengnum og beitti hann annars konar kynferðisofbeldi auk líkamlegs ofbeldis. Hann lamdi yngri drenginn ítrekað með belti í bæði líkama og höfuð og beitti hann kynferðisfofbeldi.

Crawford beitti yngri drenginn einnig líkamlegu ofbeldi.

Eins árs stúlku var síðan ítrekað nauðgað.

Fjórði þolandinn var drengur sem er fæddur 2014 og beittu hjónin hann ítrekað líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Það kemur ekki fram hvernig hjónin tengdust börnunum.

Cummins og Crawford voru gift frá 2011-2022. Þau neituðu sök en voru sakfelld í síðasta mánuði. Læknar báru vitni um þá miklu áverka sem börnin hlutu eftir ofbeldið. Í frétt Sky News kemur fram að sönnunargögn sem fjallað var um í réttarhöldunum séu svo óhugguleg að ekki sé hægt að lýsa þeim nánar en kviðdómendum var tjáð að þeim stæði sálfræðiaðstoð til boða að réttarhöldunum loknum.

Cummins var síðan í dag dæmdur í 14 ára fangelsi en Crawford fékk 10 ára dóm. Þau verða bæði á skrá yfir kynferðisbrotamenn til æviloka.

Dómari sagði við dómsuppkvaðningu að hvorugt þeirra hefði sýnt neina iðrun og að brot þeirra væru afar öfgakennd (e. extreme)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Eirglampi vakti athygli okkar“ – Leiddi til merkilegrar uppgötvunar

„Eirglampi vakti athygli okkar“ – Leiddi til merkilegrar uppgötvunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd var upphafið á endinum

Þessi mynd var upphafið á endinum