Þessi skortur hefur áhrif á tækni, lækningar og geimferðir. Það eru því gleðitíðindi að svo mikið helíum hafi fundist í landinu.
Pulsar Helium kynnti í sumar mat óháðra aðila á stærð helíumlindarinnar, sem er nærri Babbitt, og eru tölurnar mjög jákvæðar að sögn sérfræðinga sem telja að með gasinu í lindinni verði hægt að leysa úr bráðum skorti í Bandaríkjunum.
Mat var lagt á magn helíums í einum brunni, sem nær til 13% af því landi sem Pulsar Helium á í Minnesota. Að mati sérfræðinga eru 649.000 rúmmetrar af helíum í brunninum en það svarar til 1% af heildarframleiðslu Bandaríkjanna á helíum á síðasta ári og 0,4% af framleiðslunni á heimsvísu.
Live Science skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá Pulsar Helium komi fram að þetta jákvæða mat á einum grunnum brunni sé mjög hvetjandi til áframhaldandi rannsókna á svæðinu.