fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Pressan

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Pressan
Laugardaginn 2. nóvember 2024 14:30

Mynd: NOAA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu misserum hafa borist fregnir af háhyrningum sem ráðast á seglbáta við Íberíuskaga og í Miðjarðarhafi. Hafa sumar árásanna endað með því að bátarnir sukku. Nú hafa vísindamenn sett fram nýja kenningu fyrir þessari undarlegu hegðun háhyrninganna.

Það var 2020 sem ungir háhyrningar við Íberíuskaga byrjuðu að ráðast á báta og sökkva þeim. Vísindamenn veltu þá fyrir sér hvort um hefndarárásir væri að ræða eða bara leik. En samkvæmt nýju kenningunni þá eru þessir ungu háhyrningar að nota bátana til æfinga, til að æfa sig í veiðum á bláuggatúnfiski í Atlantshafinu. Live Science skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Ocean and Coastal Management.

Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Bruno Díaz López, sagði að þegar árásirnar hófust fyrir um fjórum árum hafi vísindamenn séð gott tækifæri til rannsókna því þeir hafi getað fengið siglingafólk til að tilkynna um staðsetningu háhyrninga og þannig séð hvernig þeir dreifast um hafið. Ljóst sé að siglingafólk ljúgi ekki að hvert öðru um þetta því þessar árásir séu alvarlegt vandamál.

Út frá þessum tilkynningum gerðu vísindamennirnir reiknilíkön um ferðir háhyrninganna til að fylla upp í eyður um ferðir þeirra á hinum mismunandi árstímum. Líkönin sýna að sömu umhverfisþættirnir hafa áhrif á háhyrninga og túnfisk. Þetta þýðir að það að vita hvar túnfiskurinn er, veitir góðar upplýsingar um hvar háhyrningar eru. Í ljós kom að háhyrningarnir flytja sig á milli svæða eftir árstíðum og fylgja þar ferðum túnfisksins.

Telja vísindamennirnir því hugsanlegt að háhyrningarnir ráðist á seglbáta til að æfa veiðitækni sína, því þeim mun betri sem þeir séu í að veiða túnfisk, þeim mun minni tíma taki það og þar með hafi þeir meiri frítíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Í gær

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sáu strax í gegnum ævintýralegt morðsamsæri eiginmannsins og au pair stúlkunnar

Sáu strax í gegnum ævintýralegt morðsamsæri eiginmannsins og au pair stúlkunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvernig veit hundurinn þinn hvenær er kominn tími til að borða eða fara út í göngutúr?

Hvernig veit hundurinn þinn hvenær er kominn tími til að borða eða fara út í göngutúr?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dag eftir dag kom hún að unglingi sofandi við heimili sitt – Við tók lærdómsríkt ferðalag

Dag eftir dag kom hún að unglingi sofandi við heimili sitt – Við tók lærdómsríkt ferðalag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gagnrýna trúfélag Tom Cruise – Eru ekki með leyfið í lagi

Gagnrýna trúfélag Tom Cruise – Eru ekki með leyfið í lagi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar heita gagnaðgerðum

Kínverjar heita gagnaðgerðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir skýrir frá athyglisverðri þróun hjá körlum – Getnaðarlimurinn fer stækkandi

Læknir skýrir frá athyglisverðri þróun hjá körlum – Getnaðarlimurinn fer stækkandi