fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Pressan

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Pressan
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 09:37

Pútín sér eftir að hafa valið þennan dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Rússlandi hafa hótað því að svara með kjarnorkuvopnum ákveði Úkraínumenn að skjóta langdrægum eldflaugum frá Vesturlöndum á rússneska grund.

Eins og greint hefur verið frá hefur Joe Biden Bandríkjaforseti heimilað Úkraínumönnum að nota langdrægar flaugar frá Bandaríkjunum gegn Rússlandi. Um er að ræða flaugar sem geta dregið rétt rúma 300 kílómetra og yrðu þá notaðar á hernaðarleg skotmörk í Rússlandi.

Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði í morgun að Rússar myndu áskilja sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum ef „hefðbundnum vopnum“ yrði beitt gegn Rússlandi.

Yfirlýsing Peskov kemur í kjölfar þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti samþykkti uppfærslu á kjarnorkuáætlun landsins. Kveður breytingin á um að Rússar geti beitt kjarnorkuvopnum ef ráðist verður á þá með „hefðbundnum eldflaugum“ frá ríki sem ekki er búið kjarnorkuvopnum en nýtur stuðnings ríkis sem býr yfir slíkum vopnum.

Eldflaugaskot frá Úkraínu með bandarískum eldflaugum myndi falla undir þessa skilgreiningu.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Rússar séu búnir undir það að bæði Bretar og Frakkar muni fylgja í fótspor Bandaríkjanna og heimila Úkraínumönnum að nota vopn þaðan gegn Rússum. Hvorki Bretar né Frakkar hafa þó gefið eitthvað út um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Algeng kynlífsathöfn sögð geta stuðlað að elliglöpum

Algeng kynlífsathöfn sögð geta stuðlað að elliglöpum
Pressan
Í gær

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðamanni og gestgjafa hennar hópnauðgað og maður drukknaði eftir að honum var hrint út í áveituskurð

Ferðamanni og gestgjafa hennar hópnauðgað og maður drukknaði eftir að honum var hrint út í áveituskurð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vegabréf upp á 15 milljónir áttu að bjarga litlu Kyrrahafseyjunni – En það er eitt vandamál

Vegabréf upp á 15 milljónir áttu að bjarga litlu Kyrrahafseyjunni – En það er eitt vandamál