fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Pressan
Mánudaginn 18. nóvember 2024 15:30

Myndin tengist fréttinni ekki. Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær 19 ára ástralskar stúlkur sem eru á bakpokaferðalagi um suðausturhluta Asíu berjast nú fyrir lífi sínu eftir að hafa drukkið kokteila sem innihéldu metanól en ekki etanól.

Metanól er einnig þekkt sem tréspíri eða viðarspíri og geta afleiðingarnar af neyslu þess verið mjög varasamar. Við niðurbrot metanóls í lifrinni myndast svokölluð maurasýra sem getur valdið hættulegri eitrun.

News.com.au greinir frá því að vinkonurnar hafi útskrifast frá Beaumaris-menntaskólanum í Melbourne í fyrra og haldið í einskonar útskriftarferð fyrir skemmstu. Byrjuðu stúlkurnar að finna fyrir einkennum veikinda eftir að hafa farið á bar á gististað í Udon Thani í Taílandi í norðurhluta landsins á föstudag.

Ástralska fjölmiðlakonan Jacqui Felgate segir að annarri stúlkunni hafi verið flogið á sjúkrahús í Bangkok og hefur hún eftir föður stúlkunnar að ástand hennar sé alvarlegt.

Í frétt News.com.au kemur fram að neysla á 25 til 90 millílítrum af metanóli geti verið banvænt. Einkenni eitrunar eru meðal annars kviðverkir, ógleði, uppköst, öndunarerfiðleikar, blinda og flog.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“