Metanól er einnig þekkt sem tréspíri eða viðarspíri og geta afleiðingarnar af neyslu þess verið mjög varasamar. Við niðurbrot metanóls í lifrinni myndast svokölluð maurasýra sem getur valdið hættulegri eitrun.
News.com.au greinir frá því að vinkonurnar hafi útskrifast frá Beaumaris-menntaskólanum í Melbourne í fyrra og haldið í einskonar útskriftarferð fyrir skemmstu. Byrjuðu stúlkurnar að finna fyrir einkennum veikinda eftir að hafa farið á bar á gististað í Udon Thani í Taílandi í norðurhluta landsins á föstudag.
Ástralska fjölmiðlakonan Jacqui Felgate segir að annarri stúlkunni hafi verið flogið á sjúkrahús í Bangkok og hefur hún eftir föður stúlkunnar að ástand hennar sé alvarlegt.
Í frétt News.com.au kemur fram að neysla á 25 til 90 millílítrum af metanóli geti verið banvænt. Einkenni eitrunar eru meðal annars kviðverkir, ógleði, uppköst, öndunarerfiðleikar, blinda og flog.