fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Pressan

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Pressan
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptir svo sem engu hvar maður er staddur í heiminum, svik og prettir og þjófnaður er eitthvað sem maður getur orðið fyrir barðinu á þegar maður ferðast, ekki síst á vinsælum ferðamannastöðum.

Ferðamenn eru oft nokkuð auðveld fórnarlömb þegar þeir , létt ringlaðir reyna að rata og ná áttum í framandi umhverfi.

En það eru auðvitað nokkur góð ráð um hvernig á að bera sig að á ferðalögum til að forðast að lenda í klóm svikahrappa. Til dæmis er gott að hafa í huga að vera ekki með verðmæta eða mikilvæga hluti í bakpoka, sýnilegum vösum eða töskum.

Þetta er eitthvað sem er gott að hafa í huga ef fara á til Rómar á Ítalíu þessa dagana. Borgin er, samkvæmt tölfræðinni, ein sú öruggasta í heimi en þar fara þjófagengi mikinn þessa dagana og vasaþjófar sitja ekki auðum höndum.

The Telegraph segir að ástandið sé svo slæmt núna að talið sé að tvöfalt fleiri árásir og vasaþjófnaðir hafi átt sér stað á árinu en á síðasta ári.

Talsmaður samtaka veitingastaða í miðborginni sagði að tilkynnt sé um 80-100 árásir og vasaþjófnaði daglega á veitingastöðum og börum í miðborginni. 3.500 veitingastaðir eru aðilar að samtökunum.

Ástandið er sérstaklega slæmt nærri hinum vinsælu ferðamannastöðum Colosseum og Forum Romanum í hinum sögulega hluta miðborgarinnar. Ástandið er einnig slæmt í ferðamannahverfunum Monti og Trastever.

Það eru skipulagðir glæpahópar sem standa að baki flestum málunum. Talsmaðurinn sagði að í sumar hafi gengi suðuramerískra glæpamanna herjað á gesti veitingastaðanna.

Veitingamennirnir hafa nú tekið höndum saman til að berjast gegn þessu og aðstoða hver annan við að bera kennsl á þjófana og vara aðra við þeim.

Svo rammt hefur einnig kveðið að þjófnuðum í strætisvögnum og lestum að lögreglan hefur aukið eftirlit sitt þar til muna.

Um tuttugu milljónir ferðamanna heimsækja Róm árlega og á næsta ári er reiknað með mun fleiri ferðamönnum en það því þá á Vatíkanið stórafmæli. En það mun einnig væntanlega laða að sér enn fleiri vasaþjófa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í afskekktum þorpum í Nepal eiga merkilegir hlutir sér stað

Í afskekktum þorpum í Nepal eiga merkilegir hlutir sér stað
Pressan
Í gær

Rannsaka bein risakrókódíls til að sjá nákvæmlega hversu gamall hann var

Rannsaka bein risakrókódíls til að sjá nákvæmlega hversu gamall hann var
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt spillingarmál skekur spænsku lögregluna – Fundu milljarða á heimili yfirmannsins

Ótrúlegt spillingarmál skekur spænsku lögregluna – Fundu milljarða á heimili yfirmannsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur